Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 155
154
inn. Í augum Harel er persóna simpansans Rauðapéturs „ekki myndlíking
um saklaust fórnarlamb“ heldur frekar „hið fullkomna dæmi um slíkt“.50
Með öðrum orðum má segja að sagan ávarpi hið dýrslega ástand á bein-
skeyttan hátt, í stað þess að líta á það sem staðgengil fyrir hið mennska
ástand. Eflaust væri þó betra að segja að sagan snúist um hið mennsk-dýrs-
lega ástand almennt, því hún tvinnar saman sjónarmið manna og dýra á
sérstakan og nokkuð róttækan máta.
Sú fræðilega tilhneiging að gera lítið úr sjónarmiði dýra (e. the ani-
mal standpoint) kemur skýrt fram í dýrasögunum sem aldrei er minnst á í
uppflettibókum og almennum fræðiritum. Rétt eins og Rauðipétur, sem
hefur staðið fastur sem myndlíking í greiningum bókmenntafræðinnar,
eru raunsæislegu dýrin þeirra Roberts og Setons ekki álitin verðugt efni til
greiningar nema þau endurspegli líf mannfólksins á einn eða annan hátt. En
þessar dýrslegu aðalpersónur eru mun meira en bara tilvísanir í líf manna og
séu þær einungis skoðaðar út frá þeim forsendum verða þær enn ein birting-
armynd mannmiðjunnar í vestrænni menningu. Ef vel er að gáð má þó finna
gagnstæð dæmi innan bókmenntafræðinnar, á borð við greiningu Harel á
dýrasögum Kafka, en einnig innan íslenskrar dýrasöguhefðar.
Íslenska uppflettiritið Hugtök og heiti í bókmenntafræði (1983) býður upp
á tvær ólíkar skilgreiningar á dýrasögum, ólíkt þeim ritum sem áður var
vísað til. Sú fyrri er hin hefðbundna skepnufafla, sem óþarfi er að ræða
nánar, en hin síðari er öllu áhugaverðari og lýsir raunsæissögum nítjándu
aldar: „Flestar [dýrasögur] frá því um miðja 19. öld og síðar eru þó beinar
lýsingar á dýrum, heimi þeirra og hegðun og/eða samskiptum þeirra við
mennina; framan af kennir oft rómantískrar tilfinningasemi“.51 Þessi skil-
greining kemur úr eldra uppflettiriti, Bókmenntum (1972) eftir Hannes
Pétursson, sem segir enn fremur að dýrasagan hafi hafist „sem sérstök
grein smásagnagerðar til vegs hér á landi með raunsæisskáldunum“ og að
„[íslenskar dýrasögur] fjalli flestar um húsdýr, en [erlendar dýrasögur] frekar
um dýr merkurinnar“.52 Þessar íslensku húsdýrasögur endurspegla sögur
Roberts og Setons að miklu leyti, með áherslu á hóflega manngerð dýr í
aðalhlutverkum. Innra líf dýranna er skoðað og reglulega ýjað að tilfinn-
ingalífi þeirra og hugsunum, en að sama skapi er ávallt haldið ákveðinni
50 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 63.
51 Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstjóri Jakob Benediktsson, Reykjavík: Mál og
menning, 2006 [1983], bls. 63.
52 Hannes Pétursson, Bókmenntir, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins, 1972, bls. 24.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON