Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 29
28
rýnum sem vandlætingu og sjálfumgleði þess sem veit betur en aðrir, enda
ekki ólíklegt að áhugi og umhyggja fyrir heiminum drífi lesturinn oftar
en ekki áfram. Það mætti þar að auki taka til greina þá staðreynd, sem
Winnubst bendir raunar sjálf á, að yfirleitt fylgja engar lausnir þeirri hár-
beittu gagnrýni sem hér um ræðir. Eftir því sem vandamálin hrannast
upp frammi fyrir augum lesenda virðist heimurinn ósanngjarnari. Þeir
bregðast við eins og unglingar í mótþróa sem fá æðiskast og loka sig inni í
herberginu sínu; semsagt, af miklum tilfinningahita sem finnur sér engan
gagnlegan farveg og loks með því að fjarlægja sig vandanum. Það sem
hægt er að túlka sem móralisma og sjálfumgleði er líka hægt að nálgast
með örlæti sem þarf ekki að byggja á meiru en eigin reynslu af því að vera
manneskja (sem stjórnast í flestum tilfellum ekki af hatursfullum hvötum).
Það sem blasir við má þá ef til vill skilja sem afleiðingu vonleysisins sem
gagnrýni vekur ítrekað með lesendum; sem röð misheppnaðra tilrauna til
að bjarga heiminum.
Greining á loftslagsvandanum og orsökum hans einkennist helst af
því sem Sedgwick myndi kalla ofsóknarkenndan lestur, en það kemur ef
til vill ekki á óvart þegar tekið er tillit til þess hversu margslungið og
yfirþyrmandi vandamálið er. Þá er mikilvægt að hafa í huga að viðbrögð
lesenda markast af því hvernig fjallað er um vandann. Ótal fræðimenn
hafa greint afneitunina sem einkennir viðbrögð almennings, hvort sem
um ræðir hreina loftslagsafneitun hægri vængs stjórnmálanna eða flóknari
birtingarmyndir hennar hjá þeim sem viðurkenna vandann og segjast vilja
bregðast við honum, en sýna afneitun í aðgerðaleysi og því að halda áfram
skaðlegri hegðun.59 Viðbrögð seinni hópsins líkjast raunar oft þeim sem
rætt var um í dæminu úr bók Winnubst hér að ofan, en þótt vitneskja um
vandann leiði ekki til aðgerða væri fráleitt að halda því fram að loftslags-
greining geti engin áhrif haft eða að fólki hljóti innst inni að vera sama um
lífsskilyrði sín eftir örfáa áratugi.
Það eina sem stendur okkur til boða er að missa ekki móðinn, heldur
halda áfram, af enn meiri krafti, að reyna að koma á samræðu í samfélaginu
öllu. Slík samræða ætti að geta farið fram um olíuleitina á Drekasvæðinu,
59 Sjá t.d. Kari Marie Norgaard, Living in Denial. Climate Change, Emotions, and
Everyday Life, Cambridge & London: The MIT Press, 2011; Guðni Elísson,
„Dómsdagsklukkan tifar. Upplýsing og afneitun í umræðu um loftslagsbreytingar“,
Ritið 1/2011, bls. 91–136; Naomi Oreskes og Erik M. Conway, Merchants of Doubt.
How a Handful of Scientists Obscured the Truth on Issues from Tobacco Smoke to Global
Warming, New York: Bloomsbury Press, 2010.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR