Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 40
39
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“
yfirlýsingar og umræður Repúblikana í aðdraganda forsetakosninganna
árið 2016 ekki gefið þá mynd að loftslagsbreytingar séu mikilvægt málefni
innan flokksins.13 Hins vegar verða hér í framhaldinu færð rök fyrir því að
sú aukna athygli sem málefnið hefur fengið, frá því að fjórða skýrsla vísinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna kom út árið 2007, einkennist af framleiðslu
á vísindalega vafasamri frásögn um að tækni geti, því sem næst ein og sér,
leyst loftslagsvandann. Í þessari grein verður þessi lausnamiðaða frásögn
ekki einungis túlkuð sem birtingarmynd nýfrjálshyggju heldur enn frem-
ur sem birtingarmynd áframhaldandi afneitunar á loftslagsbreytingum.
Ég legg hér út af orðræðugreiningum Guðna Elíssonar frá árunum 2007–
2011 en það sem ég kýs að kalla lausnarfrásögnina hefur hann nefnt lausna-
miðaða orðræðu eða lausnamiðaða túlkun á loftslagsbreytingum og greint
sem eitt afbrigði afneitunar. Breytingin sem hefur orðið á lausnarfrásögn-
inni á síðastliðnum árum er frá því að vera leið til þess að gera beinlínis
lítið úr loftslagsbreytingum, að „[h]ægt verði að bjarga öllu þegar og ef
síga fer á ógæfuhliðina með nýjungum í tækni og bættum reglugerðum“,14
til þess að gera óbeint lítið úr vandanum með því að viðurkenna alvarleika
málsins en framsetja einfaldar lausnir við honum. Slíkur mótsagnakenndur
málflutningur hallar á sín eigin skilaboð um alvarleika málsins, því sama
hversu alvarlega staðan er framsett, ef vandinn er sagður leysanlegur er
hann fyrst og fremst leysanlegur. Upphaf þessarar þróunar frásagna um
loftslagsbreytingar má kenna í fyrrnefndum greinum Guðna.
Ef tíminn sem við höfum til stefnu er ekki meiri ætti einnig að vera
ljóst hversu vonlítil sú lausn er að neyslubinda umhverfisvitund-
ina [...]. Þó að almennri sátt yrði náð í samfélaginu um að raun-
veruleg ógn stafi af gróðurhúsaáhrifum myndi sama ruglingslega og
þversagnakennda umræðan skapast um lausnir loftslagsvandans [...].
Margar loftslagslausnirnar yrðu fyrst og fremst markaðslausnir og
almenningur yrði jafn ringlaður og áður. [...] Á meðan neysla er eina
lausnarorðið er hætt við að ástandið versni.15
Sumir lýsa því yfir að árangurinn í baráttunni við loftslagsbreyt-
ingar sé þegar töluverður. Með því að taka þennan pól í hæðina er
13 Ritstjórn [leiðari], „Silence on the Climate Pact From the Republican Candidates“,
The New York Times, útgefið á vef 14. desember 2015, síðast sótt 30. janúar 2016 af
http://www.nytimes.com/2015/12/15/opinion/silence-on-the-climate-pact-from-
the-republican-candidates.html.
14 Guðni Elísson, „Dómsdagsklukkan tifar …“, bls. 98.
15 Guðni Elísson, „Nú er úti veður vont …“, bls. 43–44.