Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 203
202
ekki. Fimi þeirra, sem veitti þeim ákveðið forskot í samkeppninni (í þeim
skilningi að örlög hins dæmda eru á þeirra valdi), gefur dóminum fag-
mannlegt yfirbragð. Um leið og þeir hreiðruðu um sig og fengu aukin
áhrif með útbreiðslu dagblaðanna öðluðust þeir einmitt það viðurkennda
vald sem starf þeirra gengur út frá sem gefnu. Hroki þeirra sprettur af
því að í gerð samkeppnissamfélagsins, þar sem öll verund er aðeins ver-
und fyrir eitthvað annað, er gagnrýnandinn einnig metinn eingöngu út
frá vinsældum á blaðamarkaði, þ.e.a.s. vegna þess að hann er þekkt nafn.
Fagmennska var ekki aðalatriði heldur í besta falli aukaafurð og því minni
sem hún er, þeim mun ákafari verða sleggjudómarnir og fylgispektin sem
koma í hennar stað. Þegar gagnrýnendur eru hættir að skilja það sem þeir
dæma á sínum eigin vettvangi, í listinni, og njóta þess að auðmýkja sig í
hlutverki áróðursmanna og ritskoðenda, nær gamalgróinn óheiðarleiki
starfsgreinarinnar á þeim kverkataki. Staða þeirra og forréttindi upplýs-
inganna sem þeir fá gera þeim kleift að setja skoðun sína fram sem hlutlæg
sannindi. Hér er þó ekki annað á ferð en hlutlægni hins ríkjandi anda. Þeir
leggja lóð sín á vogarskálarnar.
Hugtak tjáningarfrelsisins, sjálfs frelsis andans í borgaralegu samfélagi,
en á því hvílir menningargagnrýnin, býr yfir sinni eigin díalektík. Ástæðan
er sú að um leið og andinn braust undan forsjón guðfræðinnar og léns-
veldisins rataði hann, með vaxandi félagsmótun allra mannlegra samskipta,
æ ákafar á vald nafnlausrar stýringar ríkjandi aðstæðna, sem sækir ekki
aðeins að andanum utanfrá heldur tekur sér bólfestu innra með honum.
Þessar aðstæður ná sama ægivaldi á hinum sjálfstæða anda og yfirvaldið
hafði áður á hinum fjötraða. Andinn lagar sig ekki aðeins að sölunni á
markaði og endurframleiðir þannig ríkjandi hugkvíar samfélagsins. Hann
lagar sig einnig hlutlægt að því sem er, jafnvel þegar hann neitar að gera
hugverund sína að varningi. Alltumlykjandi netið sem sniðið er eftir líkani
viðskiptanna verður sífellt þéttriðnara. Það veitir vitund einstaklingsins æ
minna svigrúm, mótar hana æ rækilegar, sviptir hana svo að segja fyrirfram
möguleikanum á mismun, sem verður ekki annað en enn eitt blæbrigði
hins einsleita framboðs. Um leið gerir yfirbragð frelsisins vitundina um
eigið ófrelsi skilyrðislaust erfiðari en fyrr á tímum þegar slík vitund gekk
þvert á bersýnilegt ófrelsi, og þannig verður hún enn undirokaðri. Slíkir
þættir, ásamt þjóðfélagslegri útvalningu hinna andlegu leiðtoga, leiða til
rýrnunar andans. Í takt við ráðandi hneigð samfélagsins verða heilindi
andans að hugarórum. Hann þróar aðeins neikvæða hlið frelsis síns, arf-
ThEodoR W. adoRno