Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 20
19
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘
mið. Það að kjósa heldur að sleppa því að ráðast í framkvæmdir sem koma
til með að auka á vanda sem vísindamenn eru sammála um að sé raunveru-
legur, alvarlegur og af mannavöldum, er hins vegar nokkuð sem fólk ætti
að geta sameinast um þvert á flokkslínur. Hnattræn hlýnun mun skerða
lífsgæði okkar allra, óháð pólitískri sannfæringu. Þess vegna ætti ekki að
vefjast fyrir okkur að staldra við, halla okkur makindalega aftur í skrif-
stofustólunum og segja með góðri samvisku: „ég myndi kjósa að sleppa
því.“ Um það sem tekur við má svo brjóta heilann, ræða, deila, kjósa.
Frelsið til að ‚sleppa því‘ sem maðurinn hefur bæði getu og tækifæri
til að framkvæma eru forréttindi hans samkvæmt Agamben, það sem skil-
ur manneskjur frá dýrum.25 Samkvæmt því ættu manneskjur líka að vera
færar um að sleppa því að framkvæma ýmislegt sem virðist nauðsynlegt
innan rökvísi þess kerfis eða hugmyndafræði sem mótar þær. Í skrifum
Agamben má því greina höfnun á kenningum sem hafa verið miðlægar
í hugvísindum um áratuga skeið og einblína á óvirkni og getuleysi þjóð-
félagsþegna í viðjum hugmyndafræðinnar.26 Miðlægni þessara hugmynda
er skiljanleg í ljósi vonbrigðanna sem hugsjónabarátta 20. aldarinnar end-
aði iðulega með, en í samhengi loftslagsvandans er annars konar hugs-
unarháttar þörf. Ástralski menningarfræðingurinn Claire Colebrook hefur
bent á að sú staðreynd að við gleymum gjarnan möguleikanum á því að
‚sleppa því‘ – „að við látum eins og manneskjur stýrist af staðreyndum sem
kalli eðlilega á aðgerðir“ – hafi „náð hættulegu hámarki sínu í nútímanum,
einkum í því að við bægjum í síauknum mæli frá okkur vitneskjunni um
eigin takmarkanir í þágu skilvirkni.“27
Þessi tilhneiging til að gleyma því að manneskjan er „ekkert annað en
megund“ birtist í tveimur mjög ólíkum dæmum í skrifum Agamben: hryll-
ingi alræðisstefnu og neysluhyggju nútímalýðræðissamfélaga. Í báðum
tilfellum er látið sem „maðurinn sé vera á fullnunarstigi (e. actuality)“;
í alræðissamfélögum er manneskjan smættuð niður í „hlut eða dýr sem
auðvelt er að stjórna og skipta út“ á meðan tilhneiging til að líta fyrst og
25 Giorgio Agamben, „On Potentiality“, bls. 182.
26 Eða síðan franski heimspekingurinn Louis Althusser leiddi saman hesta sálgrein-
ingar og marxisma við upphaf 8. áratugarins í kenningum sínum um „ávarp“ (e.
interpellation) hugmyndafræðinnar til einstaklingsins sem á engra annarra kosta völ
en að svara kallinu og gangast inn á ríkjandi fyrirkomulag.
27 Claire Colebrook, „Introduction. Framing the End of the Species. Images Without
Bodies“, Death of the PostHuman: Essays on Extinction, Vol. 1 (Ann Arbor: Open
Humanities Press & Michigan Publishing, 2014), bls. 9–28, hér bls. 13.