Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 60
59
Í orðræðu sjálfseignarstofnana er hins vegar meiri áhersla lögð á hug-
myndina um frelsun mannshugarins og aukið persónulegt frelsi samhliða
framþróun lýðræðis, þó tæknilausnirnar séu líka til staðar, rétt eins og hug-
myndin um lýðræði og valfrelsi einstaklingsins er auðvitað líka undirliggj-
andi í ræðum stjórnmálamanna og auglýsingum fyrirtækja. Í myndskeiði
„Við“-herferðarinnar sem The Alliance for Climate Protection stóð að
árið 2008 birtist lýðræðisþráður framþróunarfrásagnarinnar í þjóðernis-
legu samhengi.
Við biðum ekki eftir því að einhverjir aðrir tækju land á ströndum
Normandí. Við biðum ekki eftir því að einhver annar tryggði þegn-
um borgaraleg réttindi eða kæmi manni á tunglið og við getum ekki
beðið eftir því að einhver annar leysi hinn hnattræna loftslagsvanda.
Við verðum að gera eitthvað. Og við verðum að gera eitthvað núna.
Takið þátt. Saman getum við leyst loftslagsvandann.59
Hér er bersýnilega talað til bandarísku þjóðarinnar með vísunum til mik-
ilvægra áfanga í sögu hennar á tuttugustu öldinni. Áhorfanda er boðið
að gerast hluti af þessari glæstu sögu í lok auglýsingarinnar sem gefur
„okkur“ margræðari merkingu, persónufornafnið getur táknað þjóðina en
einnig þá sem taka þátt í „Við“-herferðinni. Þetta sýnir líkindi lausnarfrá-
sagnarinnar í orðræðu sjálfseignarstofnana og birtingarmyndar hennar í
orðræðu fyrirtækja og stjórnmála, en í öllum tilvikum er áhorfandanum
boðin hlutdeild í því verkefni að leysa loftslagsvandann.
Lausnarfrásögnin öðlast enn merkingu sína í stórsögunni um styrk lýð-
ræðis í auglýsingum The Climate Reality Project árið 2013 þó hún skírskoti
þá til fjölþjóðlegri hóps í samræmi við hnattræna útþenslu sjálfseignarstofn-
unarinnar sem á þeim tímapunkti hafði hafið starfsemi í Ástralíu, Kanada,
Indlandi, Indónesíu, Mexíkó, Suður-Afríku, Spáni, Tyrklandi og Bretlandi.
Tvö af nýlegri myndskeiðum hennar setja einmitt fram lausnarfrásagnir
59 „We didn’t wait for someone else to storm the beaches of Normandy. We didn’t
wait for someone else to guarantee civil rights or put a man on the moon and we
can’t wait for someone else to solve the global climate crisis. We need to act. And
we need to act now. Join us. Together we can solve the climate crisis.“ The Alliance
for Climate Protection, „We Can Solve It TV Ad (We Campaign)“, We Campaign,
YouTube.com, útgefið á vef 4. apríl 2008, síðast sótt 30. janúar 2016 af https://www.
youtube.com/watch?v=lTVxF8ILJaU.
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“