Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 205
204
fléttast saman í góðu og illu. Menning er aðeins sönn þegar hún er for-
takslaust gagnrýnin og sá andi sem gleymir þessu refsar sjálfum sér með
þeim gagnrýnendum sem hann elur af sér. Gagnrýni er ómissandi þáttur
í menningunni, sem er þversagnakennd sem slík, en í ósannindum sínum
er gagnrýnin jafn sönn og menningin er ósönn. Gagnrýni er ekki ranglát
þegar hún brýtur til mergjar – þetta kann að vera það besta við hana –
heldur þegar hún verst með því að leggja niður varnir.
Menningargagnrýnin er samsek menningunni og það býr ekki aðeins í
afstöðu gagnrýnandans. Það er öllu heldur samband hans við viðfangsefnið
sem knýr samsektina fram. Með því að gera menninguna að viðfangi sínu
hlutgerir hann hana eina ferðina enn. Eiginlegt gildi hennar felst aftur á
móti í því að hún færist undan hlutgervingu. Um leið og hún tekur á sig
fasta mynd í „menningarverðmætum“ og andstyggilegri heimspekilegri
rökvæðingu þeirra, í því sem kallað er „menningarlegt gildi“, hefur hún
brotið gegn tilvistarrétti sínum. Eimun slíkra verðmæta – það er ekki fyrir
tilviljun að hugtakið ber í sér óminn af tungumáli vöruskipta – ofurselur
menninguna markaðnum. Jafnvel í aðdáuninni á framandi hámenningu
býr ágirnd á enn sjaldgæfari munum sem hægt er að fjárfesta í. Ástæða
þess að menningargagnrýnin hefur, jafnvel í skrifum Pauls Valéry,18 tekið
afstöðu með íhaldsseminni, er sú að hún aðhyllist menningarhugtak sem
leitar að eign sem er stöðug og óháð hagsveiflunum á öld síðkapítalismans.
Þetta menningarhugtak sannar sig með því að slíta sig frá honum, með
því að tryggja svo að segja allsherjar stöðugleika mitt í þessum allsherjar
sviptingum. Fyrirmynd menningargagnrýnandans er ekki síður að finna í
verðmati safnarans en störfum listgagnrýnandans. Menningargagnrýnin
minnir almennt á kaupmang, líkt og þegar sérfræðingur dregur í efa að
mynd sé ósvikin eða flokkar hana með síður merkilegum verkum meistar-
ans. Menn prútta niður verðið til að fá meira. Menningargagnrýnandinn
vegur og metur og sem slíkur á hann óumflýjanlega í höggi við vettvang
sem er útataður í menningarlegum gildum, jafnvel þegar hann bölsótast
yfir að menn braski með menninguna. Í íhugulli afstöðu hans til hennar
felst óhjákvæmilega ítarleg könnun, yfirsýn, samanburður og val: honum
líkar eitt en hann hafnar öðru. Þegar menningargagnrýnin vísar til safns
hugmynda sem er svo að segja stillt upp til sýnis og þegar hún blætisgerir
einangraðar hugkvíar eins og anda, líf eða einstaklinginn, er hætt við að
18 [Paul Valéry er þekktur sem eitt af höfuðskáldum symbólismans í franskri ljóðagerð,
auk þess sem eftir hann liggja þekktar ritgerðir um nútímamenningu, má þar m.a.
nefna ritgerðina „La Crise de l’esprit“ (Kreppa andans) frá 1919.]
ThEodoR W. adoRno