Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 210
209
andans, fyrir að hafa selt sig, er sú að menningin sjálf sprettur einmitt af
afdráttarlausri aðgreiningunni í andlega og líkamlega vinnu. Hún sækir
styrk sinn í þessa aðgreiningu, í erfðasyndina svo að segja. Þegar menn-
ingin gerir ekki annað en að afneita þessari aðgreiningu og sviðsetja milli-
liðalausa samkennd þá stenst hún hugtaki sínu ekki snúning. Aðeins sá
andi sem slítur sig algjörlega frá hinni óbreyttu verandi í blekkingu eigin
algildis megnar í raun að skilgreina þessa verandi í neikvæði hennar: á
meðan einhverjar leifar andans eru eftir í lífsbaráttunni er hann bundinn
henni svardaga. Andúðin á smáborgurunum í Aþenu var í senn óskamm-
feilið dramb þess sem óhreinkar ekki hendur sínar á vinnu einstaklings-
ins sem framfleytir honum og varðveisla ímyndar af tilvist sem vísar út
fyrir nauðungina sem öll vinna felur í sér. Um leið og smáborgaraandúðin
færir hina slæmu samvisku í orð og varpar henni yfir á fórnarlömbin sem
lágkúru fárast hún yfir hlutskipti þeirra: mennirnir eru ofurseldir ríkjandi
birtingarmyndum lífsbaráttunnar hverju sinni. „Hrein menning“, í hvaða
mynd sem er, hefur alltaf valdið málpípum valdsins ónotum. Platon og
Aristóteles vissu mætavel hvers vegna þeir leyfðu ímynd hennar ekki að
koma fram heldur gripu í mati sínu á listum til gagnsemishyggju, sem er
í undarlegri mótsögn við áherslur beggja þessara miklu frumspekinga á
innlifunina. Hin nýja borgaralega menningargagnrýni er að vísu of forsjál
til að fylgja þeim opinskátt á þessari leið, þótt hún finni leynda hugarfró
í aðgreiningunni í hámenningu og alþýðumenningu, list og afþreyingu,
þekkingu og afstæða heimssýn. Smáborgaraandúðin ristir þar mun dýpra
en hjá yfirstéttinni í Aþenu, á sama hátt og öreigastéttin er hættulegri
en þrælarnir. Hugmynd nútímans um hreina, sjálfstæða menningu er til
vitnis um að andstæðan er orðin ósættanleg, bæði vegna höfnunar hvers
kyns málamiðlunar andspænis verund fyrir annað og vegna ofdrambs hug-
myndafræði sem hefur sig á stall sem verund í sér.
Menningargagnrýnin deilir blindu viðfangsefnis síns. Hún er ófær um
að koma á framfæri skilningnum á sínum eigin fallvaltleika, sem sprettur
af aðgreiningunni. Ekkert samfélag sem er í andstöðu við eigið inntak, þ.e.
mannkynið, getur að fullu verið meðvitað um sjálft sig. Huglægar og hug-
myndafræðilegar aðgerðir eru ekki nauðsynlegar til þess að að dylja þessa
vitund, sem þó styrkir jafnan hina hlutlægu blindu á tímum sögulegra
umskipta. Réttlætingin fær öllu heldur hlutlægt yfirbragð með birtingar-
myndum kúgunar, sem fylgja þróun tækninnar, vegna þess að kúgunin er
viðhaldi samfélagsheildarinnar nauðsynleg og vegna þess að samfélagið,
MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG