Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 191
190
Til samanburðar má nefna að eitt af herskipum konungs sem lokið
var smíði á árið 1639 kostaði 8.000 ríkisdali. Hvenær smíðin hófst er ekki
vitað. Fjöldi fallbyssna og áhafnar er óþekktur. Annað skip, Fredrik, sem
virt var til peninga árið 1653 og er það stærsta sem metið var það ár kost-
aði 70.000 ríkisdali. Þetta skip, sennilega eitt af flaggskipum konungs,
var afhent konungi árið 1649. Fallbyssurnar voru 94 og áhöfnin alls 434
manns. Hversu mörg ár tók að smíða þetta skip kemur ekki fram.58
Niðurstaða
Ísland var eitt af lénum Danakonungs á árunum 1541–1683 þegar amts-
skipan komst á og hafði sömu skyldur og önnur lén þó fjarlægðin frá
Danmörku skapaði landinu ákveðna sérstöðu. Æðsta fulltrúa konungs í
léninu bar að skila inn til rentukammers reikningi yfir tekjur og gjöld af
því. Var það eins og gera þurfti í öðrum lénum konungs og þar voru reikn-
ingarnir endurskoðaðir.
Á árunum 1645–1648 var landið reikningslén og varpa reikningar frá
þeim árum ljósi á allar tekjur og gjöld konungs af léninu. Hér hefur áhersl-
an verið lögð á reikninginn frá 1647–1648. Fram koma tekjur samkvæmt
jarðabókinni af jörðum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, afgjald af sýslum,
klausturjörðum og umboðum og rakin er upphæð sakeyris úr hverri sýslu
auk tekna af Arnarstapa í Snæfellsnessýslu. Rekstur konungsbúsins á
Bessastöðum og í Viðey er tíundaður og nákvæmlega fjallað um rekstur
útgerðar konungs. Til útgerðarinnar voru menn sendir allsstaðar að af
landinu og bera þá ýmist heitin sýslugjaldsmenn, fríir menn og einnig til-
komnir menn, en óvíst er hver munurinn á þeim var, þó hafa þeir sennilega
allir róið á bátum konungs. Greiðslur eru skráðar við þessa menn í reikn-
ingnum. Einnig er getið um mannslán á báta konungs og það fært sem
kvöð. Fram kemur hjá hverjum var róið og jafnvel stærð bátsins. Sérstakur
reikningur var gerður yfir Gullbringusýslu og gerð athugasemd um það í
rentukammeri að slíkur reikningur ætti að koma frá öllum sýslum landsins
ef vel væri. Í þessum reikningi koma fram þær kvaðir sem hvíla á hverri
jörð eins og gjaftollur, ljóstollur, húsmannstollur, tíund og mannslán og
er bændaeigna einnig getið. Ýmsar vörur eru færðar til tekna og á móti
var fært í útgjaldaliðinn það sem greitt var fyrir þær. útgjöldin voru auk
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
58 John T. Lauridsen, Marselis Konsortiet. En studie over forholdet mellem handelskapital
og kongemagt i 1600 tallets Danmark, Århus: Jysk Selskab for Historie, 1987, bls.
47.