Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 215
214
myndum sem hún sjálf hefur tekið á sig, en gagnrýnin kenning getur hvor-
ugan kostinn samþykkt. Ákvörðunin um hina innri eða ytri, hina skilvitlegu
eða forskilvitlegu leið felur í sér afturhvarf til þeirrar hefðbundnu rökfræði
sem ádeila Hegels á Kant beindist gegn: hver sú aðferð sem dregur mörk
og heldur sig innan marka viðfangsefnis síns fer á þann hátt yfir þau mörk.
Í díalektík er að vissu leyti gert ráð fyrir forskilvitlegri afstöðu til menn-
ingarinnar, því vitundinni er ætlað að brjótast fyrirfram undan blætis-
gervingu hins andlega sviðs. Díalektíkin útheimtir mótþróa gegn hlut-
gervingu í hvers kyns mynd. Hin forskilvitlega aðferð, sem beinist að
heildinni, virðist róttækari en hin skilvitlega, sem gengur út frá hinni vafa-
sömu heild. Hún tekur sér svo að segja arkimedíska stöðu sem er hafin yfir
menninguna og blindu samfélagsins, þaðan sem vitundin getur hreyft við
heildinni, hversu þungt sem það reynist.24 Atlagan að heildinni sækir kraft
sinn í þá staðreynd að því þéttari sem ásýnd einingar og heildstæðni er í
heiminum, þeim mun rækilegri er hlutgervingin, það er aðgreiningin.
Yfirborðsleg afgreiðsla á hugmyndafræði, eins og hún birtist nú þegar í
umdæmi Sovétsins með útskúfun „hluthyggju“ í nafni kaldrifjaðrar ógnar-
stjórnar, gerir þessari heildstæðni aftur á móti of hátt undir höfði. Hún
kaupir menninguna af samfélaginu í einum pakka, burtséð frá því hvernig
það meðhöndlar hana. Hugmyndafræðin, þjóðfélagsleg nauðsyn sýndar-
innar, er nú orðin hið raunverulega samfélag, að því leyti að óskorað og
óumflýjanlegt vald hennar, yfirþyrmandi verund hennar í sér, kemur í stað
merkingarinnar sem þessi verund hefur upprætt. Valið á sjónarhóli sem er
laus úr álögum hugmyndafræðinnar er eins mikill hugarburður og smíð
óhlutbundinnar útópíu getur orðið. Þannig sér hin forskilvitlega gagnrýni,
líkt og borgaraleg menningargagnrýni, sig knúna til afturhvarfs og vekur
upp þá ímynd hins náttúrulega sem er meginþáttur í borgaralegri hug-
myndafræði. Hin forskilvitlega atlaga að menningunni grípur jafnan til
tungumáls hins falska undanhalds, tungumáls náttúrubarnsins. Það fyrir-
lítur andann: sköpunarverk hans eru jú aðeins tilbúningur og þeim er ætlað
að hylja líf náttúrunnar, vegna meints fánýtis þeirra er hægt að fara með
þau að vild og hagnýta í þágu drottnunarvaldsins. Þetta skýrir hvers vegna
mestallt framlag sósíalismans til menningargagnrýni er ófullnægjandi: það
24 [„Arkimedísk staða“ vísar til sjónarhorns sem er óhagganlegt og stendur utan þess
sviðs sem er til rannsóknar, þannig að rannsakandinn hefur yfirsýn um heildina.
Vísunin til gríska fjölfræðingsins Arkimedesar snýr að þeirri fullyrðingu hans að
hann gæti lyft jörðinni af undirstöðu sinni ef hann gæti aðeins staðið á traustum
stað og hefði nógu langa vogarstöng.]
ThEodoR W. adoRno