Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 217
216
mörk að hún getur aldrei verið annað en hugleiðing og breytir ekki þeirri
tilveru sem þrotin eru til vitnis um. Þetta er ástæða þess að skilvitleg gagn-
rýni getur aldrei fundið hugarfró í eigin hugtökum. Hún er hvorki nógu
hégómleg til að leggja rýnina í djúp andans að jöfnu við frelsun hans úr
prísundinni, né einfaldlega nógu bernsk til að trúa því að kafa megi af ein-
beitni ofan í viðfangið og finna þar sannleikann – í krafti rökfestu hlutarins
– svo fremi sem ytra sjónarhorn og vitund hugverunnar um spillta heildina
eru ekki látin flækjast fyrir skilgreiningu hlutarins í hverju skrefi. Því síður
sem díalektíkin getur nú leyft sér að ganga út frá samsemd hugveru og
hlutveru í skilningi Hegels, þeim mun skuldbundnari er hún að taka mið
af tvöfeldni þessara þátta. Hún verður að tengja ákall hlutverunnar sem
slíkrar eftir að vera skilin á eigin forsendum, á grundvelli sérstæðs inntaks
síns, í senn við vitundina um samfélagið sem heild og samþættingu andans
við þessa heild. Þannig leyfir díalektíkin engri kröfu um rökrétt flekkleysi
að ganga á rétt sinn til að fara frá einu til annars, til að varpa ljósi á myrkan
hlutinn með því að beina sjónum að samfélaginu, til að senda samfélaginu
þann reikning sem hluturinn á ekki innistæðu fyrir. Frammi fyrir hinni
díalektísku aðferð verður andstæða þekkingarinnar sem kemur utan frá og
þeirrar sem kemur að innan loks tortryggileg, en í henni býr einkenni
þeirrar hlutgervingar sem henni er ætlað að fordæma: óhlutbundin flokk-
un hinnar fyrrnefndu, sem kalla má hugsun stjórnsýslunnar, samsvarar
blætisdýrkun hlutarins sem er blindaður á eigin uppruna og fellur fag-
manninnum í skaut. Hætt er við að einstrengingsleg skilvitleg könnun
hverfi aftur til hughyggjunnar, tálsýnar hins sjálfum sér nóga anda sem
hefur vald á sjálfum sér og raunveruleikanum, og á sama hátt felur hin
forskilvitlega könnun í sér hættu á að hugtakavinnan gleymist og hún láti
sér nægja forskrifaða merkimiða, stirðnuð skammaryrði (yfirleitt „smá-
borgaralegur“) sem eru fyrirskipuð að ofan. Greina má dulinn skyldleika
með þeirri staðfræðilegu hugsun sem veit hvar öll fyrirbæri eiga heima, en
ekki hvað neitt þeirra er, og blekkingarkerfi vænisýkinnar, sem hefur verið
svipt reynslu hlutverunnar. Heiminum er skipt í svart og hvítt út frá gagns-
lausum hugkvíum og hann þannig sniðinn að því drottnunarvaldi sem
hugtökunum var eitt sinn beitt gegn. Engin kenning, ekki heldur sú sanna,
er lengur óhult fyrir brenglun hugvillunnar eftir að hún hefur slitið
sjálfsprottið samband sitt við hlutveruna. Á þessu þarf díalektíkin að gæta
sín jafn vel og á því að láta ekki viðföng menningarinnar binda sig. Hún
má hvorki helga sig tilbeiðslu andans né fjandskap í hans garð. Sá sem
ThEodoR W. adoRno