Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 201
200
una og nýta sóknarfæri á markaði fyrir róttæka gagnrýni og nýja heimsósóma-
ljóðlist eða að leita nýrra leiða til að bregðast við villimennsku ljóðsins og
halda í vonina um annars konar heim. Hvort sem afurðirnar verða glaðvær-
ar náttúrustemmningar, harkaleg ádeiluljóð eða annars konar ljóðlist verða
þær gegnsýrðar af villimennsku – í því felst ekki gildisdómur, aðeins lýsing á
sögulegu ástandi. Ein ástæða þess að fullyrðing Adornos hefur svo oft verið
túlkuð sem bann á ljóðagerð er án efa sú að þá er hægðarleikur að hafna
henni sem innantómri menningarbölhyggju og halda síðan áfram að yrkja.14
Ef fullyrðingin er aftur á móti lesin sem áskorun um að bregðast við breyttri
stöðu ljóðsins er verkefnið þungbærara, þá má vissulega halda áfram að yrkja
en það verður ekki gert í góðri trú. Hér kann að vera gagnlegt að horfa til
orða Adornos á öðrum vettvangi, þar sem hann grípur aftur upp umræðuna
um Auschwitz: „Menningunni býður við fnyknum vegna þess að hún lyktar,
vegna þess að höll hennar, eins og segir á stórbrotnum stað í skrifum Brechts,
er byggð úr hundaskít. […] Öll menning eftir Auschwitz, ásamt eindreginni
gagnrýninni á hana, er rusl.“15 Á haugnum sem hér er lýst standa ljóðskáldið
og menningargagnrýnandinn hlið við hlið, þar geta þeir gert sitt besta til að
flokka og reyna að smíða eitthvað brúklegt úr niðurníddum varningnum sem
þeir kunna að finna.
Benedikt Hjartarson
Menningargagnrýni og samfélag
Hljómur orðsins Kulturkritik eða „menningargagnrýni“ hlýtur að ergja
þann sem er vanur að hugsa með eyrunum, ekki aðeins vegna þess að
orðið er – líkt og Automobil – sett saman úr latínu og grísku. Það dregur
fram æpandi þversögn. Menningin er menningargagnrýnandanum ekki
að skapi, en ónot sín á hann einmitt henni að þakka. Hann talar ýmist í
nafni óspilltrar náttúru eða æðra sögulegs ástands en uppruni gagnrýn-
andans er þó óhjákvæmilega sá sami og fyrirbærisins sem hann telur sig
hafinn yfir. Hegel formælti vanmætti hugverunnar ítrekað í málsvörn sinni
fyrir ríkjandi ástandi og taldi hugveruna leggja dóm á vald verandinnar
með hendingum sínum og þröngsýni, en vanmátturinn verður óbærileg-
ur þegar sjálfum kjarna hugverunnar er miðlað af hugtakinu á sama tíma
og hún tekur sér stöðu andspænis því óháð og fullvalda. Það er þó blind
14 Sjá Hofmann, „Poetry after Auschwitz“, bls. 193.
15 Theodor W. Adorno, Negative Dialektik, Gesammalte Schriften, 6. bindi, ritstj. Rolf
Tiedemann, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1997, bls. 359.
ThEodoR W. adoRno