Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 106
105
En þótt sefjunarmátturinn í ljóði Antons Helga sé mikill og það byggi
á markvissum endurtekningum er niðurstaða þess samt sú að ekkert verði
endurtekið eða endurheimt: „Það segir enginn söguna aftur. / Einu sinni
var og aldrei meir. / Allt var einu sinni og aldrei meir.“ Við tekur bæna-
söngur sorgarinnar, litanía alls sem aldrei verður endurheimt, hvorki nú né
í framtíðinni:
Það var einu sinni dúdúfugl.
Það var einu sinni úruxi.
Einu sinni geirfugl og aldrei meir.
Einu sinni tígrisdýr og einu sinni górilla.
Það var einu sinni nashyrningur og aldrei meir.
Nístandi rofið sem finna má í ljóðum Sigurbjargar og Antons Helga er
líka að finna í hundruðum vísindagreina um útþurrkunartíðni tegunda í
samtíma okkar, þótt vissulega sé tilfinningin milliliðalausari í kraftmiklum
skáldskapnum.7
Gerður Kristný og Alda Björk Valdimarsdóttir horfa í aðrar áttir en
skáldin sem fyrr voru nefnd, þar sem neysluhyggjan er meginviðfangsefnið
í ljóðum þeirra beggja. Konan sem stígur í ljóði Öldu Bjarkar „Í morgun“
inn á kaffihús „og pantar sér latte í götumáli / með örlitlu sírópi“ er eins
og svo margir í samtíma okkar skilgetið afkvæmi spekingsins Altúngu í
Birtingi Voltaires sem vissi eins og nýfrjálshyggjumennirnar að allt „miðar
til hins besta“.8 Maðurinn ríkir yfir náttúrunni sem er honum undirgefin
og hún hefur þann tilgang einan að þjóna honum. Dofinn í neyslusam-
félagi nútímans skín í gegn því neytandinn lítur á það sem sjálfsagðan
hlut að vörur frá öllum heimshornum séu innan seilingar. Kaffibaunirnar
í Afríku eða Mið-Ameríku vaxa í þeim tilgangi að gleðja neytendur við
norðurheimskautsbaug og ef einhvers staðar hringja viðvörunarbjöllur
söguna þá í gær – / um litlu stúlkuna með ljúfu augun / og ljósu flétturnar tvær.“ Sjá
J. Magnús Bjarnason, „Litla stúlkan“ í Sögur og kvæði, Winnipeg 1892, bls. 61–63.
Dagný Kristjánsdóttir hefur fjallað um ljóðið í Bókabörn: Íslenskar barnabókmenntir
verða til, Háskólaútgáfan: Reykjavík 2015, bls. 207 –213.
7 Í nýlegri rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti Science komast höfundarnir
að þeirri niðurstöðu að útþurrkunartíðnin nú á dögum sé þúsundföld á við það sem
eðlilegt getur talist. Sjá S.L. Pimm o.fl.: „The biodiversity of species and their rates
of extinction, distribution, and protection“, Science 30. maí 2014: 344/6187, bls.
987 og 1246752-1–1246752-10.
8 Voltaire, Birtíngur, þýð. Halldór Laxness, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1975, bls. 36.
LJÓÐIÐ Á TÍMUM LOFTSLAGSBREYTINGA