Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 125
124
Viðfangsefni þeirra bóka sem hér er valið efni úr er eyðileggingarmátt-
ur fellibylja sem fara yfir stór svæði, leggja allt í auðn og afmá öll kenni-
leiti af yfirborði jarðar svo að eftir stendur undarlegt land. Þar sem eitt
sinn voru heimkynni fólks eru nú framandi staðir og djúpstæð áhrif sárs-
aukafulls rofs setja mark sitt á líf einstaklinganna.4 Slíkar náttúruhamfarir
hafa ekki aðeins miklar félagslegar afleiðingar þar sem stéttaskipting og
mismunandi hlutskipti ólíkra kynþátta eru dregin fram í forgrunninn.5
Ljóð Trethewey og Cader fást einnig við áleitnar spurningar um minni og
gleymsku, allt sem ekki verður endurheimt eftir hamfarir fellibylsins, þá
sem deyja og þá sem týna heimilum sínum, fjölskyldugripum, ljósmynd-
um, bréfum og fleiru.
Öðrum þræði snúast fellibyljabækur Trethewey og Cader um forgengi-
leikann sem löngum hefur verið hugleikinn ljóðskáldum, „ubi sunt“ minnið
(lat. hvar eru þeir minnið), spurninguna um liðna tíð og gleymdar siðvenj-
ur og einstaklinga sem horfið hafa af sjónarsviðinu, tíma sem nú verður
ekki einu sinni endurheimtur í byggingum og persónulegum munum.6
Loks eru fellibyljaljóð skáldkvennanna tveggja tregaskáldskapur. Þeirri
persónulegu reynslu að tilverunni allri hafi skyndilega verið umturnað er
miðlað í ljóðrænu máli; hið persónulega sett í almennt samhengi, sem nær
oft út fyrir aldir og árþúsundir, en er í sömu andrá njörvað niður í nútím-
anum þannig að ljóðin fá goðsögulega vídd.
Cader lýsir viðfangsefni sínu í Sögu fellibyljanna svo:
Goðsagan er mikilvæg leið til að nálgast sannleikann, sem er marg-
þættur en ekki einstakur og hann er bundinn þróun sem ekki rúmast
í einu tilteknu hólfi. Ég hugsa um Mínútumanninn sem veit ekki
4 Margt hefur verið skrifað um sögu fellibyljarannsókna og tengsl þeirra við lofts-
lagsbreytingar. Hér nægir að nefna bók bandaríska vísindablaðamannsins Chris
Mooney, Storm World: Hurricanes, Politics and the Battle Over Global Warming, Or-
lando, New York, London: Harcourt Inc. 2007; og enska loftslagsblaðamannsins
George Marshall, Don’t Even Think About It: Why Our Brains are Wired to Ignore
Climate Change, New York, London o.fl.: Bloomsbury 2014. Marsall ver nokkrum
köflum í að ræða við fórnarlömb fellibylja.
5 Naomi Klein lýsir á eftirminnilegan hátt því hvernig fátæklingarnir á austurströnd
Bandaríkjanna fengu minnstu hjálpina í kjölfar fellibylsins Sandy í október og
nóvember 2012. Sjá This Changes Everything. Capitalism vs. the Climate, London:
Allen Lane 2015, bls. 103–106.
6 Sjá t.d. R.D. Fulk og Christopher M. Cain, A History of Old English Literature,
Malden og Oxford: Blackwell Publishing 2005 [2003], en þar er víða fjallað um
þetta klassíska minni í ljóðlist.
Guðni ElíSSon