Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 91
90
Guðs. Meginatriði er að hann þekki stöðu sína innan sköpunarverksins,
fylgi köllun sinni og þjóni náunganum í kærleika.
Umburðarbréf Frans páfa um loftslagsmál
Líkt og Lútherska heimssambandið hefur rómversk-kaþólska kirkjan
einnig verið virkur þátttakandi í loftslagsorðræðunni undanfarin misseri.61
Verkefni kaþólskra manna andspænis loftslagsbreytingum eru fjölmörg
og á vefsíðu samtakanna Global Catholic Climate Movement er m.a. talað
um nauðsyn þess að vekja kirkjuna til vitundar um afleiðingar loftslags-
breytinga, endurvekja fornan skilning á tengslum allra lífvera innan sköp-
unarverksins, taka málstað fátækra fórnarlamba loftslagsbreytinga, taka
virkan þátt í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ítreka tengsl skyn-
semi og trúar ásamt því að hvetja yfirvöld til að stefna að réttu marki.62
Aðgerðirnar sem sagðar eru nauðsynlegar eru einnig fjölmargar, t.d. að
biðja og fasta og sýna þannig samstöðu með fórnarlömbum loftslagsbreyt-
inga, fræða almenning innan kirkjunnar, ræða við ráðamenn, hvetja ein-
staklinga, samfélög og heiminn allan til að taka þátt í aðgerðum gegn lofts-
lagsbreytingum, deila upplýsingum um þær leiðir sem sýnast vænlegastar
gegn áframhaldandi hlýnun jarðar og síðast en ekki síst, stuðla að samtali
milli trúarbragða og kirkjudeilda um loftslagsbreytingar.63
Hér á eftir verða tvö nýleg skjöl frá kaþólsku kirkjunni skoðuð en það
eru umburðarbréf (e. encyclical) Frans páfa Laudato si’ (Lof sé þér) sem birt
var í maí 2015 og yfirlýsing kaþólskra biskupa frá öllum heimsálfum frá
26. október 2015 en af fundi þeirra sem var haldinn rúmum mánuði fyrir
COP21 var send sameiginleg yfirlýsing til þjóðarleiðtoganna sem von var
á til Parísar á loftslagsráðstefnuna.64 Viðtakendur þessa efnis eru ólíkir.
61 Upplýsingar um það má t.d. finna á vefsíðu Yale háskóla þar sem fjöldi greina
sýnir hinar kaþólsku aðgerðaráherslur í loftslagsmálum, sbr. vefsíðu The Forum on
Religion and Ecology at Yale, sótt 29. nóvember 2015 af: http://fore.yale.edu/climate-
change/statements-from-world-religions/christianity/. Sjá einnig vefsíðu kaþólskra
samtaka um loftslagsbreytingar, sótt 22. desember 2015 af: http://catholicclimate-
movement.global/catholic-teachings-on-climate-change/.
62 Sjá vefsíðu kaþólskra samtaka um loftslagsbreytingar, sótt 22. desember 2015 af:
http://catholicclimatemovement.global/introduction/.
63 Sama heimild.
64 Laudato si – On Care for Our Common Home, 26. maí 2015, sótt 29. nóvember
2015 af: http://m.vatican.va/content/francescomobile/en/encyclicals/documents/
papa-francesco_20150524_enciclica-laudato-si.html, World bishops’ appeal to
COP21 negotiating parties, 26. október 2015, sótt 15. desember 2015 af: http://
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR