Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 66
65
táknræn fyrir þá hugmyndafræði.68 Því gæti tilfærslan sem hér hefur verið
lýst, í burtu frá afneitunarfrásögninni, virst vera vísbending um að hug-
myndafræði nýfrjálshyggjunnar sé á undanhaldi og slíka túlkun mætti enn
fremur lesa í samhengi við efnahagskreppuna á Vesturlöndum frá árinu
2007.69 Hér verða hins vegar færð rök fyrir gagnstæðri túlkun.
Lausnarfrásögnin vanmetur alvarleika loftslagsbreytinga og horfir of
bjartsýnum augum á „einfaldar“ lausnir. Með tilliti til traustrar stöðu vís-
indanna um ástæður, þróun og afleiðingar loftslagsbreytinga af manna völd-
um er ljóst að skökk framsetning lausnarfrásagnarinnar hunsar veigamikla
þætti í niðurstöðum vísindamanna. Því held ég fram að lausnarfrásögnin
sé ekki tilfærsla frá afneitunarfrásögninni heldur umbreytt mynd hennar.
Frekar en að skilja hana sem sanngjarna miðlun vísindalegrar þekkingar
um loftslagsbreytingar ætti að skoða lausnarfrásögnina sem áframhaldandi
birtingarmynd nýfrjálshyggju í umræðunni um málefnið.
Nýfrjálshyggja festi sig í sessi sem stjórnmálaleg og efnahagsleg stefna
á áttunda áratug tuttugustu aldar og hefur orðið alltumlykjandi afl í sam-
tímanum.70 Fræðimaðurinn David Harvey hefur skilgreint hana svo, að
hún „leggi til að lífsgæði manna verði helst aukin með því að losa um
frumkvæði og hæfileika einstaklinga innan stofnanakerfis sem einkennist
af ströngum einkaeignarrétti, frjálsum mörkuðum og viðskiptafrelsi“ og
að hlutverk ríkisins sé aðallega að skapa ramma utan um slíkt kerfi.71 Um
68 T.d. Robert J. Antonio og Robert J. Brulle, „The Unbearable Lightness of Politics:
Climate Change Denial and Political Polarization“, The Sociological Quarterly 52,
2011, bls. 195–202.
69 Hér vísa ég til hugmyndarinnar um endalok nýfrjálshyggjunnar en hún birtist t.d.
í orðum Kolbeins Stefánssonar (ritstj.) í lok samantektarinnar „Rauðir þræðir“ í
greinasafninu Eilífðarvélin: Uppgjör við nýfrjálshyggjuna, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2010, bls. 247–266, hér bls. 264: „Stærsta spurningin sem við stöndum frammi fyrir
í kjölfar bankahrunsins hlýtur því að vera hvers konar samfélag við viljum reisa á
rústum nýfrjálshyggjunnar.“
70 Aðrir hafa gengið lengra í fullyrðingum sínum og talað um nýfrjálshyggju sem ráð-
andi afl: „[Neoliberalism] has come to dominate the contemporary world (formally,
practically, culturally and imaginatively)“, Nick Couldry, Why Voice Matters: Culture
and Politics after Neoliberalism, London: Sage, 2010, bls. 2, og jafnvel talað um öld
nýfrjálshyggjunnar á okkar tímum, „[…] leaving us with an „age of neoliberalism““,
Alfredo Saad-Filho og Deborah Johnston (ritstj.), „Introduction“, Neoliberalism: A
Critical Reader, London: Pluto Press, 2005, bls. 1–6, hér bls. 1.
71 „Neoliberalism […] proposes that human well-being can best be advanced by
liberating individual entrepreneurial freedoms and skills within an institutional
framework characterized by strong private property rights, free markets, and free
trade. The role of the state is to create and preserve an institutional framework
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“