Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 37
36
Þessa frásagnarlegu staðfestingu þekkingar í nútímanum má skilja sem
hugmyndafræði, safn af gildum og viðmiðum sem móta ákveðna heims-
mynd á sértækum tíma í afmörkuðum menningarheimi og getur tekið
á sig efnislegt form í samfélaginu, t.d. í formi texta.2 Rétt eins og trúar-
brögðin getur hugmyndafræðin orðið áþreifanleg í tungumálinu, í táknum
þess og frásögnum. Markmið þessa texta er að staðsetja ákveðna villandi
framsetningu á loftslagsbreytingum sem sjá má verða til samhliða algengri
lausnamiðaðri frásögn um vandann. Og jafnframt verður þessi tiltekna
framsetning skoðuð sem birtingarmynd nýfrjálshyggju, hugmyndafræði
sem hverfist um frjálsan markað.3
Frásagnir um hvernig loftslagsvandinn verði leystur mynda fyrirferð-
armikinn frásagnarþráð í vestrænni umræðu um loftslagsbreytingar en
gallinn við slíkar lýsingar er ekki síst sá að þær vanmeta umfang vandans.
Í þessari grein er slík lausnamiðuð frásögn skilgreind með frásagnarfræði-
legri greiningu á myndskeiðum um loftslagsbreytingar.4 Myndskeiðin eru
framleidd af stofnunum innan þriggja umfangsmikilla orðræða sem móta
almenna umræðu, orðræðu stjórnmála, viðskipta og sjálfseignarstofnana
(e. non-profit organizations). Sjálf rannsóknin afmarkast við bandaríska
umræðu og þar af leiðandi orðræðuframleiðslu (e. discursive production)
bandarískra stofnana. Hún gefur engu að síður vísbendingar um hið víðara
samhengi í ljósi þess að í Bandaríkjunum skautast á mjög skarpan hátt and-
við að réttlæta þekkingu og skiptingu hennar í frásagnarlega og vísindalega, að hafa
þær í huga þegar ég tala um frásagnir í tengslum við nýfrjálshyggju og stórsöguna
um framþróun mannsins.
2 Ég hef nýtt mér skilning Louis Althussers á hugtakinu hugmyndafræði eins og
hann skilgreinir það í textanum „Hugmyndafræði og hugmyndafræðileg stjórntæki
ríkisins (rannsóknarpunktar)“, Af marxisma, ritstj. Magnús Þór Snæbjörnsson og
Viðar Þorsteinsson, þýð. Egill Arnarson, Reykjavík: Nýhil, 2009, bls. 175–228.
„Hugmyndafræðin sýnir ímynduð tengsl einstaklinga við raunveruleg tilvistarskil-
yrði þeirra“ (bls. 206) og „[h]ugmyndafræðin á sér efnislega tilveru“ (bls. 209).
3 Ég styðst hér við þá hugmynd að texti sé birtingarmynd tiltekinnar hugmyndafræði,
Fredric Jameson, The Political Unconscious: Narrative as a Socially Symbolic Act, Ithaca:
Cornell University Press, 1981.
4 Rannsóknin var afmörkuð við eitt form af orðræðuframleiðslu og urðu fyrir valinu
myndskeið sem finna má á vefsíðum þar sem einstaklingar og stofnanir geta vistað
sín eigin myndskeið og gert þau aðgengileg, YouTube.com og Vimeo.com. Hafa
þau öll fengið nokkurt áhorf og sum þeirra má gera ráð fyrir að hafi einnig verið
sýnd í sjónvarpi, líkt og kosningaauglýsingar og bílaauglýsingar.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon