Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 145
144
höfundarins Jacks London, sem minnir lesendur sína reglulega á að við
getum aldrei fyllilega skilið hvað hundarnir hans eru að hugsa, til tjáning-
arríku, enskumælandi hestanna í Fagra-Blakki (1877) eftir Önnu Sewell,
sem eiga lifandi samtöl sín á milli, mestmegnis um umfjöllunarefni sem
varða líf hesta, en hestarnir játa það þó líka endrum og sinnum að þeir
skilji ekki allt sem á sér stað í kringum þá. Túlkunaraðferð Sewell er afar
sjálfsmeðvituð, eins og sést skýrlega í fullum titli frumútgáfunnar: Black
Beauty: His Grooms and Companions; The Autobiography of a Horse, Translated
from the Original Equine, by Anna Sewell.26 Sagan er þannig kynnt af höf-
undi sem ensk þýðing á hestamáli, rétt eins og Seton átti eftir að gera í
sínum sögum tveimur áratugum síðar.
Til viðbótar við þýðingar tegunda á milli, þá má einnig skilja þær smá-
gerðu ýkjur sem Seton játar að hafa fært í sögurnar sínar sem nokkurs
konar túlkunartól. Þessi frávik frá sagnfræðilegum sannleika eru nýtt til að
gera líf annarra dýra áhugaverðara í huga lesenda; tilvera þeirra er löguð
að sagnahefðum svo að úr verði grípandi frásögn. Seton kemur með sam-
líkingu við skrif um mannfólk og heldur því fram að það væri mun gagn-
legra að eyða tíu blaðsíðum í að segja frá lífi eins mikils manns, en að
setja upp tíu blaðsíðna ágrip af siðum og venjum mannfólks almennt.27
Sú aðferðafræði var ríkjandi í náttúruvísindum þess tíma og Seton taldi
hana hafa neikvæð áhrif á samband manna og dýra og hvernig við hugsum
um líf annarra tegunda. Þar af leiðandi ákvað Seton að forgangsraða út
frá hugmyndinni um að ein saga um áhugaverða manneskju færði les-
endum meiri ánægju heldur en yfirlit um tegundina almennt og gerði því
persónuleikum og einstaklingum hærra undir höfði en hegðun og venjum
tegundarinnar í dýrasögum sínum. Sögur Setons eru þannig í grunninn
ólíkar vísindalegri nálgun, sem snýst iðulega um tegundir og hópa, en
ekki einstaklinga. Bókmenntir og listir snúast hins vegar frekar um ein-
staklinga en tegundir eða hópa. Listir hafa þó allajafna einskorðað sig við
einstaklinga sem tilheyra hópi mannfólks, eða allegorísk dýr sem standa
beint eða óbeint fyrir þann hóp, þannig að sögur Setons eru einnig á skjön
við bókmenntahefðir hvað þær áherslur varðar. Það er einmitt þetta gráa
svæði sem skipar „raunsæislegu“ dýrasögunni – sem er að hluta til náttúru-
vísindi, að hluta til ævintýri – sérstakan sess innan bókmennta og vísinda.
26 Anna Sewell, Black Beauty: His Grooms and Companions; The Autobiography of a Horse,
Translated from the Original Equine by Anna Sewell, London: Jarrold and Sons,
1877.
27 Ernest Thompson Seton, Wild Animals I Have Known, bls. 7.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON