Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 25
24
þegar greinin kom út. Vísindalegum rökum gegn olíuleit eru þar gerð
greinargóð skil, samfélagslegir þættir sem eiga þátt í tregðunni til að bregð-
ast við loftslagsvandanum eru greindir með sannfærandi hætti, en nauðsyn
þess að eitthvað sé gert engu að síður undirstrikuð.44 Þrátt fyrir þá kosti
sem greinin hefur til að bera og greint hefur verið frá; þrátt fyrir að hún
hafi líklega farið víðar, a.m.k. á síðari árum, en flestar sambærilegar lofts-
lagsmálagreiningar á umhverfismálum á Íslandi;45 þrátt fyrir að efni henn-
ar hafi verið pólitískt hitamál með skírskotanir til hitamáls á hnattrænum
skala, þá tókst henni ekki að vekja nálægt því nógu marga til ábyrgrar
umhugsunar og aðgerða sem hefðu áhrif á útgáfu fyrstu sérleyfanna meira
en ári eftir að hún kom út.
Ólíklegt verður að teljast að sjálfum höfundi greinarinnar hafi brugðið,
að minnsta kosti ef litið er til annarra skrifa hans á sama tíma. Fyrr á sama
ári birtist í Ritinu greinin „Dómsdagsklukkan tifar. Upplýsing og afneitun
í umræðu um loftslagsbreytingar“ þar sem Guðni fjallar um þann erfiða
sannleik að manneskjan „gerir því miður ekki ávallt hið rétta þegar allar
upplýsingar liggja fyrir,“ sér í lagi ef það gæti raskað lífsháttum sem eru til
marks um velgengni.46 Sú staðreynd að það eitt að upplýsa lesendur um
stöðu mála nægi ekki til þess að þeir snúi baki við samfélagsviðmiðum og
44 Guðni Elísson, „Vekjum ekki sofandi dreka“, bls. 20: „Frammi fyrir gögnunum er
líklega aðeins tvennt í stöðunni ætli menn að halda áfram á sömu háskabrautinni.
Vera hræsnari sem segir eitt og gerir annað … eða taka ekki mark á niðurstöðum
þúsunda loftslagsrannsókna.“
45 Greinin hefur verið sótt 520 sinnum á síðu Guðna Elíssonar á Academia.edu (sjá:
http://hi.academia.edu/Gu%C3%B0niEl%C3%ADsson, síðast athugað 21.11.
2015) og hefur þar að auki verið endurbirt á vefsíðum umhverfisvina á borð við
Saving Iceland og aðstandenda Gruggs: vefrits um umhverfismál. Þess má einnig
geta að Guðni rökræddi efni greinarinnar við Unni Brá Konráðsdóttur þingmann
Sjálfstæðisflokksins í umræðuþætti Gísla Marteins Baldurssonar í Ríkissjónvarpinu,
Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini, í febrúar 2014. Af því tilefni deildi Gísli
„frægri grein“ Guðna á facebooksíðu sinni. Vinsældir drekagreinarinnar meðal
hópa sem hafa beitt sér gegn olíuleitinni sjást glögglega á því hversu oft vísað er
til hennar í samhengi beinna aðgerða, nú síðast í hvatningu sem bar fyrirsögnina
„Vekjum ekki sofandi dreka“ og var afhent gestum Arctic Circle ráðstefnunnar sem
fór fram 16.–18. október 2015. Sjá „Veki ekki sofandi dreka“, mbl.is, 15. október
2015, sótt 21.11.2015: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/15/veki_ekki_so-
fandi_dreka/ og „Vekjum ekki sofandi dreka“, Grugg: vefrit um umhverfismál, 15.
október 2015, sótt 21.11.2015: http://grugg.is/2015/10/15/vekjum-ekki-sofandi-
dreka/.
46 Guðni Elísson, „Dómsdagsklukkan tifar. Upplýsing og afneitun í umræðu um
loftslagsbreytingar“, Ritið 1/2011, bls. 91–136, hér bls. 93.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR