Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 80
79
má segja, takast trúarsamtökin á hendur: Með tilvísun til kennivalds24 og
með beitingu ögunarvalds25 eru yfirlýsingar þeirra brýning til góðra verka
í anda réttlætis, miskunnar og samstöðu með náttúrunni ásamt þeim sem
höllustum fæti standa í veröldinni.
Lykilstef trúarlegrar orðræðu um loftslagsmál
Það sem einkenndi orðræðuna í aðdraganda COP21 ráðstefnunnar, hvort
sem hún var upprunnin í trúarlegum ranni eða vísindalegum, var spurn-
ingin um nauðsynlegar og nægjanlegar aðgerðir. Vísindasamfélagið hafði
áður komist að niðurstöðu um nauðsyn þess að mannkyn gripi til viða-
mikilla ráðstafana til að stemma stigu við hlýnun jarðar og markmið ríkja
á Parísarráðstefnunni var að tryggja að hækkun meðalhitastigs andrúms-
loftsins héldist innan við 2° á Celsíus.26 Verkefni ráðstefnunnar fólst því í
að samhæfa markmið og ræða aðferðir og mótvægisaðgerðir gegn lofts-
lagsbreytingum á heimsvísu.
Fram að ráðstefnunni gekk orðræðan hinsvegar út á að efla samstöðu
meðal ólíkra hópa og þar léku trúarsamfélögin mikilvægt hlutverk. Það er
ekki ofsagt að ákall Carls Sagan og félaga frá 1990 bergmáli í því efni sem
trúarsamfélög og trúarleiðtogar birtu í aðdraganda COP21 en virðing og
lotning fyrir heilagri jörð eru stef sem enduróma þar kröftuglega. Hvernig
inntu þá trúarsamfélög og trúarleiðtogar það verkefni af hendi sem fólst
í ákallinu? Hver var nálgun þeirra og aðferðafræði? Þessu má svara með
því að vísa til gagnrýninnar biblíutúlkunar en einkenni slíkrar nálgunar er
að biblíutextar og ritningarstaðir eru ekki álitnir óhagganlegur sannleikur,
24 Ég nota hugtakið kennivald í almennri merkingu hér. Að trúarsamfélög beiti
kennivaldi álít ég vera óumdeilt og er ein algengasta birtingarmynd þess valds þegar
fulltrúar þeirra vísa til ritningarstaða í heilagri ritningu eða þá til þekktra guðfræð-
inga hefðarinnar sem hafa tjáð skoðun eða sett fram kenningu af einhverju tagi.
Þannig má tala um að orð og kenningar Tómasar frá Akvínó og Marteins Lúther
hafi stöðu sannleiksmælikvarða innan viðkomandi kirkjudeilda. Sjá meira um
notkun og beitingu biblíutexta í Sólveig Anna Bóasdóttir, Ást, kynlíf og hjónaband,
Reykjavík: Salka, bls. 68–72.
25 Michel Foucault, Alsæi, vald og þekking. Úrval greina og bókakafla, Björn Þorsteins-
son, Garðar Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson þýddu, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2005, bls. 152 (þýðing á „Le Panoptisme“. Þriðji kafli
úr þriðja hluta („Ögun“) í Surveiller et punir [Gæslu og refsingu], bls. 197–229).
26 Sbr. opið bréf Náttúruverndarsamtaka Íslands, 23. október 2015, sótt 1. desember
2015 af: http://www.natturan.is/media/uploads/Reykjavik23112015.pdf. Sjá einnig
Guðna Elísson, „Efahyggja og afneitun. Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári sam-
tímans“, Ritið. Tímarit Hugvísindastofnunar, 2/2008, bls. 77–114, hér bls. 78.
TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR