Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 180
179
15 föt28 fengust einnig. Við þessa liði segir að á móti komi peningar í
útgjaldaliðnum.
Frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi í Skálholti fengust gamlar innistæðukýr
alls 20. Lax frá laxánni (Elliðaánum) alls 20 tunnur var færður til tekna.
Taldar eru tekjur af nautakjöti og kjöti af kúm og kindum auk tólgar (d.
thallig) og eru þetta skepnur frá Bessastöðum og Arnarstapa. Húðirnar af
þeim eru einnig taldar til tekna og eru hér einnig nefndar húðir af kúnum
20 sem komu frá Skálholti og sem getið var hér framar.
Jens Søffrensen hefur keypt af Madz Rassmussen kaupmanni hjá
Íslenska Kompaníinu 12 álnir af klæði, þrjár álnir af góðu lérefti og 5 álnir
af lérefti sem var miðlungs gott (d. middel Lerrid). Einnig keypti hann
af honum 59 ganga af litlum skeifum enda fyrir íslenska hesta (d. smaa
hestescho) og netagarn til þess að nota við laxveiðar í Elliðaánum. Vísað er á
spássíu til þess að í útgjaldaliðnum sé getið peninga sem greiddir voru fyrir
þessar vörur. Að lokum er listi yfir allar þær vörur sem taldar hafa verið í
tekjuliðnum. Engin samtala var reiknuð.29
Upptalning útgjalda hefst á: ,,Í Jesú Krists nafni útgjöld á móti áður-
skrifuðum tekjum“ (d. „Í Jessu Christi Naffn Udgifft aff forshreffne Indtegt“).
Byrjað er á því að telja upp laun manna. Þau voru: (Sjá töflu bls. 180).
útgjöld eru vegna fiskverkunar og geymslu á fiski. Vísað er til fylgi-
skjala og að svona hafi þetta einnig verið á síðasta ári. Jens Søffrensen
keypti tvo hesta fyrir konung og greiddi fyrir þá 40 ríkisdali. Listi er yfir
búfé sem var dautt af sulti og sjúkdómi bæði í Viðey og hjá bæjum sem
liggja til Bessastaða og Arnarstapa (d. indstederne). Getið er bæjarnafna og
hversu margar skepnur hafi fallið. Vísað er til sönnunargagna sem liggja
með fylgiskjölunum. Stöðugt þurfti að halda við fiskibátunum og fylgdu
því útgjöld. Kaupa þurfti margskonar gerðir af nöglum, tjöru, árar, vað-
mál og ull. Fiskibátafloti konungs samanstóð af fimm tíæringum, sjö átt-
æringum og fjórum feræringum og greiða þurfti skipasmiðunum laun og
uppihald. Greiða þurfi fyrir salt sem var notað til að salta fisk, kjöt og lax.
Til útgjalda er einnig fært vaðmál og sokkar sem voru sendir til fata-
búrs konungs auk kjöts og fisks sem fór til birgðahússins. Peningaútgjöld
voru þónokkur vegna ýmiss konar vöru sem kaupa þurfti. Má þar nefna
mjöl, tjöru, fiskilínur, kjöltré, netgarn, tómar tunnur og vaxljós. Smjör og
fiskur var einnig fært til útgjalda t.d. vegna uppihalds 20 manna sem unnu
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
28 Sennilega hér ílát undir matvæli.
29 ÞÍ. Rtk. F/6. Lénsreikningur 1647–1648.