Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 126
125
að fellibylurinn er á næsta leiti. Ég hugsa um fólkið hans þegar ég
horfi á veðurfréttirnar og Dickie Albert sýnir gervihnattamyndir af
fellibyl sem stefnir í átt að Boston. Þetta fólk er grafið allt umhverfis
mig. Frumbyggjar Ameríku gátu víst lesið betur í veðrið. En hvar
eru grafirnar þeirra?7
Trethewey skrifar bók sína í kjölfar þess að fellibylurinn Katrína lagði
stór svæði á Flóaströnd í eyði seint í ágúst 2005. Bók hennar er kölluð hug-
leiðing, en ljóðunum er skotið inn á milli fjölskyldusögu hennar í myndum
og máli, þar sem lýst er margvíslegum afleiðingum fellibylsins fyrir fólkið
á svæðinu.
Í bók sinni er Trethewey rétt eins og Cader upptekin af útþurrkun hins
liðna. Hún lýsir landsvæðum fortíðar sem hafa horfið undir sand, eru nán-
ast grafin í jörðu. Hún lýsir gröfum sem eru þó ekki grafir vegna þess að
enginn getur vitjað þeirra nú; þær liggja undir vatni eða eru hluti af nýju
fenjasvæði. Svo lýsir hún öllum líkunum sem rekur til hafs og verða aldrei
endurheimt.
Fyrir Trethewey er engin leið aftur á æskustöðvarnar í raunheimum.
Það kemur í hennar hlut að endurheimta veruleika liðinna tíma í hinu rit-
aða orði, að setja saman horfinn heim fortíðar sinnar „stykki fyrir stykki,
rödd fyrir rödd, í stærra og fyllra samhengi“ eins og Robert Vivian orðar
það í ritdómi um bók hennar.8
Í bók Trethewey er viðfangsefnið Flóaströnd, ekki jörðin öll. En verkið
tjáir harminn sem verður kveðinn að okkur öllum ef ekki verður gripið
til róttækra aðgerða í loftslagsmálunum. Bókin er ákall, kveðja, grafskrift
og fangar í umhugsun um eina strönd það sem verða mun áleitið yrk-
isefni ljóðskálda framtíðarinnar og eiga við um jörðina alla ef fram fer sem
horfir:
Þetta er ástarbréf til Flóastrendur, lofsöngur, útfararsálmur,
ákall og blessun, sálumessa um Flóaströnd.
Guðni Elísson
7 Robert Vivian, „Beyond Katrina: A Meditation on the Mississippi Gulf Coast“,
Blackbird: An Online Journal of Literature & the Arts, haust 2011 10/2: http://www.
blackbird.vcu.edu/v10n2/nonfiction/vivian_r/tretheway_page.shtml [sótt 10. maí
2016].
8 Robert Vivian, „Beyond Katrina: A Meditation on the Mississippi Gulf Coast“,
Blackbird: An Online Journal of Literature & the Arts, haust 2011 10/2: http://www.
blackbird.vcu.edu/v10n2/nonfiction/vivian_r/tretheway_page.shtml [sótt 10. maí
2016].
KÆFÐ RÖDD SÖGUNNAR