Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 188
187
fyrirvaralaust og gátu þá sjálfum sér um kennt.49 Lénsmenn hafa því haft
tæpt ár til að gera upp liðið reikningsár í rentukammeri.
Eftirlit rentukammersins fólst fyrst og fremst í því að reikningarnir
væru rétt færðir, þ.e. fylgt væri þeirri venju sem skapast hafði við reikn-
ingsfærslu og reikningsskil. Rentukammerið gat ekki og átti jafnvel ekki
að hafa eftirlit með að reikningarnir sýndu raunverulegar aðstæður í lén-
inu.50
Hverjar voru tekjur konungs af léninu Íslandi almennt
þegar landið var reikningslén?
Tekjur konungs af Íslandi árið 1642 voru að mati rentumeistara hans 2.732
ríkisdalir og eru þá Vestmannaeyjar ekki meðtaldar. Afgjald Pros Mund
sem var lénsmaður þá var 3.200 ríkisdalir en frá því dregst „portúgaløse“
tollurinn eins og venja var51 auk átta ríkisdala vegna jarðarinnar Núpufells í
Eyjafirði en þeir gætu hafa runnið til Hólaprentsmiðju. Síðar segir að tekj-
urnar séu 2.832 ríkisdalir en það gæti verið talnavilla í bókhaldinu.52 Hér
er hvergi getið þeirra óvissu tekna sem runnu í vasa konungs. Upphæðin
gæti því hafa verið eitthvað hærri. Þetta eru tekjur konungs af léninu þegar
landið var afgjaldslén. En hverjar voru tekjur konungs þegar landið var
reikningslén?
Varðveitt eru skjöl vegna yfirlits rentumeistara yfir tekjur og gjöld rík-
isins alls á árunum 1645 til 1646. Jens Engberg sagnfræðingur segir þessi
skjöl hafa orðið til við gerð yfirlits sem hófst árið 1645 og lauk í desember
árið 1646 en niðurstaðan varðandi Ísland er þrátt fyrir það ekki undirrituð
fyrr en árið 1648.53
Byrjað var á því að reikna heildartölu jarðabókarinnar sem Pros Mund
lénsmaður afhenti í rentukammeri árið 1640 og borin saman heildar-
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
49 V. A. Secher, Forordninger, Recesser og andre Kongelige Breve Danmarks lovgivning
vedkommende 1588–1660 IV, København: Selskabet for udgivelse af Kilder til Dansk
Historie, 1897, bls. 430, 622–623; Þorsteinn Sæmundsson, Stjörnufræði-Rímfræði,
Reykjavík: Menningarsjóður, 1972, bls. 132.
50 Jens Engberg, Dansk Finanshistorie, bls. 105; Orla K.O. Damkjer, Indføring i Lens-
regnskaberne, bls. 29; Hans H. Fussing, Stiernholm Len, bls. 53.
51 Portugalöser tollur var hafnartollur sem útlenskir kaupmenn höfðu greitt af hverri
höfn á Íslandi. Portugalöser var portugölsk mynt, 20–22 ríkisdalir.
52 DRA. D.Kancelli B. 202f. Rigens indtegt og udgift 1642.
53 Jens Engberg, Dansk Finanshistorie, bls. 115; DRA. D. Kancelli B. 215 B.II Diverse
Efterretninger, overslag og beregninger samt Regnskabsbilag. 6. Island.