Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 27
26
vart fjandsamlegum heimi, uppfullum af missi og sársauka. Þessi staða
einkennist af löngun til að kljúfa „hið tvíræða viðfang í hið góða og hið
illa viðfang“ svo hægt sé að hata það illa „án þess að skaða hið góða“,
sem Klein rekur til frumbernskunnar.48 Hins vegar er staða geðdeyfðar (e.
depressive position),49 sem einkennist af auknum þroska og skilningi á því
að ekki sé hægt að gera greinarmun á illa og góða viðfanginu og því hafi
hatrið á því illa í raun beinst að góða viðfanginu líka. Rými hefur því skap-
ast fyrir tvíræðni innan þessarar stöðu, en á sama tíma vaknar sektarkennd
og „löngun til að bæta fyrir tjónið.“50 Staða geðdeyfðar leiðir því til „bæt-
andi“ nálgunar á heiminn, mildari afstöðu sem dregur úr kvíða og miðar
að enduruppbyggingu. Sedgwick bendir á að meðal þeirra nafna sem Klein
notaði yfir bætandi nálgun er ást.51
Lýsing Sedgwick á ofsóknarkenndum lestri á að mörgu leyti vel við
það samansafn greiningaraðferða sem kallaðar eru teóría (e. critical theory)
innan hugvísinda.52 Meðvitund um að fræðileg gagnrýni sæki frekar í
aðferðir ofsóknarkenndar en bóta, í bland við þrá eftir fjölbreyttari grein-
ingaraðferðum og áhuga á því hvað þekking geti gert, er það sem beinir
athygli Sedgwick fyrst og fremst að annmörkum ofsóknarkenndu afstöð-
unnar. Í samhengi þessarar greinar er vert að nefna „trú ofsóknarkennd-
arinnar á afhjúpun hulinna sanninda“; á það að aðeins þurfi að draga sann-
leikann fram í dagsljósið til að brugðist sé við.53 Eins og loftslagsvandinn
gerir í sífellu ljóst og fjallað hefur verið um þegar, þá tryggir vitneskja síður
en svo aðgerðir og getur þvert á móti haft lamandi áhrif á einstaklinga. Við
trú á áhrifamátt sannleikans bætist svo þráhyggjan fyrir því að hafa á réttu
að standa sem fylgir stöðu ofsóknarkenndar.54 Hvort tveggja leiðir oftar en
ekki til vandaðrar og mikilvægrar greiningar, en vonbrigða með heiminn.
48 Dagný Kristjánsdóttir, „Ástin og listin gegn þunglyndinu“, Svört sól. Geðdeyfð og
þunglyndi, Reykjavík: Háskólaútgáfan og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands,
2008, bls. 13 –79, hér bls. 31.
49 Dagný Kristjánsdóttir notar þýðinguna „hin geðdaufa staða“.
50 Dagný Kristjánsdóttir, „Ástin og listin gegn þunglyndinu“, bls. 31.
51 Eve Kosofsky Sedgwick, „Paranoid Reading“, bls. 124.
52 Og er þá iðulega vísað til þeirra ólíku fræðilegu greiningaraðferða sem eiga rætur
sínar hjá Marx, Freud og Nietzsche, en Paul Ricoeur hefur kallað þær „túlkunar-
fræði tortryggninnar“ (e. hermeneutics of suspicion). Sjá Eve Kosofsky Sedgwick,
„Paranoid Reading“, bls. 124.
53 Eve Kosofsky Sedgwick, „Paranoid Reading“, bls. 144.
54 Eve Kosofsky Sedgwick, „Paranoid Reading“, bls. 136.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR