Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 152
151
Horst S. Daemmrich í bók þeirra Themes & Motifs in Western Literature
(1987), sem vert er að skoða stuttlega.
Þau tileinka þrjár heilar blaðsíður umræðu um „Animal Kingdom“ eða
„Dýraríkið“ sem almennt bókmenntafræðilegt minni og skipta greining-
unni niður í fimm flokka.40 Sá fyrsti tekur fyrir efni hamskipta og umbreyt-
ingar guða og manna í aðrar dýrategundir. Annar ræðir dýr sem allegóríur,
viðlíkingar eða myndlíkingar um mennska hegðun, þætti eða aðstæður. Sá
þriðji byggir á hugmyndinni um dýr sem tákn og skoðar hvernig dýrsleg
minni hafa verið tengd ákveðnum þemum. Fjórði flokkurinn viðurkennir
hins vegar dýraskáldskap sem er ekki mannmiðaður og ræðir hvernig skoða
megi raunsæislega framsetningu á dýrum sem mótvægi við það að gera
þau að myndlíkingum um mennskt ástand. Engu að síður endar umræðan
á því að smætta dýrin niður í tjáningartól sem „standa fyrir þemu hins
villta og koma oft fram annaðhvort sem and-mennsk eða utan við skilning
manna“41 eða sem þemu um „óstjórnanlega krafta náttúrunnar“.42 Þótt
fjórði flokkurinn minnist á ómanngerðar dýrasögur á borð við The Call of
the Wild eftir Jack London, „The Bear“ eftir William Faulkner og Moby
Dick eftir Herman Melville, þá takmarkast umræðan innan náttúrusym-
bólisma einkum við tengsl siðmenningar og hins „villta“, og fer aldrei svo
langt að íhuga dýrin sjálf eða hvernig hinu dýrslega ástandi sé lýst. Fimmti
og síðasti flokkurinn er undarlegur, en þar er minnst á dýr sem eru annað
hvort „hlutar af sviðsetningu“ eða „andstæðupersónur […] í hlutverkum
sem falla ekki að stöðluðu mynstri“.43 Þessi skilgreining er ekki útskýrð
nánar og miðað við hina fjóra virkar flokkurinn eins og hann hafi ekki
verið hugsaður til enda. Höfundarnir varpa fram óljósri skilgreiningu um
óhefðbundin hlutverk dýra, bæta við nokkrum höfundum og titlum, og
eyða áberandi minna plássi í að greina dæmin miðað við flokkana fjóra á
undan. Fimmti flokkurinn hlýtur þannig yfirbragð nokkurs konar „blands
í poka“ fyrir þær dýrasögur sem fylgja ekki hefðbundnum eða stöðluðum
mynstrum bókmenntasögunnar. Hvort hin „raunsæislega“ dýrasaga pass-
aði í þann poka er erfitt að segja, úr því að hvergi er minnst á hana eða
helstu höfunda hennar, fyrir utan Jack London sem er í kaflanum um nátt-
úrusymbólisma (þannig að Roberts, Seton og fleiri myndu eflaust enda
40 Ingrid og Horst S. Daemmrich, Themes & Motifs in Western Literature, A Handbook,
Tübingen: Francke Verlag, 1987, bls. 31–33.
41 Ingrid og Horst S. Daemmrich, Themes & Motifs in Western Literature, bls. 32.
42 Ingrid og Horst S. Daemmrich, Themes & Motifs in Western Literature, bls. 33.
43 Ingrid og Horst S. Daemmrich, Themes & Motifs in Western Literature, bls. 33.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR