Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 173
172
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
af landinu, t.d. í fiski, kjöti, vaðmáli og mannskap við útgerðina auk tekna
af jarðeignum um allt land, þó einkum í Gullbringusýslu.
Um lénsreikninga og reikninginn 1647–1648
Á fremstu síðu reikningsins 1647 til 164810 stendur frá hvaða léni og fyrir
hvaða tímabil reikningurinn er. Neðar á síðuna hefur sá er fór yfir reikn-
inginn í rentukammeri skrifað: ,,Er rétt reiknað og yfirfarið af Tómasi
Tómassyni“ (d. „Er rett regnet og efterlagt ved Thommis Thommisson“) sem
hefur þá verið rentuskrifari. Einnig kemur fram hvenær Jens Søffrensen
fékk kvittun fyrir reikningnum, þ.e. þann 18. apríl 1650. Inni í reikningn-
um má sjá merki um endurskoðunina og stendur oft ,,eins og á síðasta ári“
(d. „lige saa forgangne Aar“) og algengt er að vísað sé til númera kvittana
sem fylgja reikningnum. Fyrsti reikningurinn sem var undirritaður af léns-
manni var reikningurinn frá 1625 til 162611 og eftir það hafa lénsmenn
yfirleitt skrifað undir og það gerir Jens Søffrensen 1648. Hann segir að
þetta sé reikningur konungs yfir tekjur af sýslum, klaustraumboðum og
umboðsjörðum. Getið sé sakeyris, tekna sem renna til Bessastaða, tekna af
Gullbringusýslu og af fiskveiðum auk ýmissa tekna og gjalda sem til falla.
Reikningarnir eru alltaf þannig upp byggðir að fyrst eru allir tekjulið-
ir færðir, bæði í peningum og fríðu og stundum samtala þeirra reiknuð.
Síðan koma allir útgjaldaliðir (eða það sem dróst frá tekjunum) með sam-
tölu þó svo sé ekki alltaf. Með öllum tekjuliðum er í reikningsléni átt við
landskuld og leigu samkvæmt jarðabókinni af jörðum í Gullbringu- og
Kjósarsýslu sem lágu undir Bessastaði og ekki voru leigðar út með lífs-
bréfi.12 Afgjaldið af klausturumboðum, sýslum og umboðsjörðum, skattar,
tollar, tíund, mannslán og húsmanns tollur13 af bæjum í Gullbringusýslu,
sakeyrir og festugjald, innistæða14 Bessastaða og Viðeyjar, peningar fyrir
selda vöru, skipshlutir, skipsleigur auk sýslugjaldshlutar af skipum kon-
ungs á vertíðinni. Einnig listi yfir mannslán sem bændur í sveitinni urðu
10 ÞÍ. Rtk. F/6. Lénsreikningur 1647–1648.
11 ÞÍ. Rtk. F/3. Lénsreikningur 1625–1626.
12 Ævilöng veiting á umboði eða embætti.
13 Bændur greiða 10 fiska fyrir hvern húsmann, sem tíundar eitt hundrað eða meira en
ef húsmaðurinn tíundar ekkert þarf engan toll að greiða. Sjá Ferðabók Sveins Páls-
sonar, Dagbækur og ritgerðir 1791–1797 II. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur
HF, 1983, bls. 613.
14 Innistæða þýðir skepnur og munir sem fylgja jörð.