Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 94
93
má á þeim vettvangi er stóraukin samræða innan alþjóðasamfélagsins um
lausnir umhverfisvandans. Þá er samstaða annað lausnarorð, skrifar páfi,
breiðvirk samstaða með náttúrunni, niðurstöðum náttúruvísindanna og
hinum fátæku í heiminum. Því næst kallar hann eftir heiðarlegum stjórn-
málum sem taka af festu á ójöfnuði, spillingu og skammtímahugsun, beiti
sér fyrir gagnsæi í ákvarðanatöku og efli þátttöku almennings í málefnum
sem varða umhverfið.71
Lokakafli Laudato si’ undirstrikar gildi trúarlegrar visku í þágu umhverf-
isins. Mannkyn stendur frammi fyrir krefjandi áskorunum, skrifar páfi, og
gagnrýnir í framhaldinu einstaklingshyggju, neysluhyggju og auðhyggju.
Þrátt fyrir þá dökku mynd sem hann málar upp er hann þó sæmilega bjart-
sýnn fyrir hönd mannkyns. Maðurinn er skynsemisvera, Guð hefur gefið
manninum vit og vilja. Frans páfi aðhyllist auk þess „sanna menntun“
sem kennir fólki að gagnrýna og afbyggja goðsagnir nútímans um gæði
samkeppni, stöðugar framfarir, vöxt og endalausa neyslu. Sönn menntun
megnar að byggja sáttmála milli mannkyns og náttúru, ítrekar hann því
hún stuðlar að jafnvægi manns og náttúru og dýpkar skilning mannsins
á umhverfinu. Með tilvísun til kaþólskrar dygðasiðfræði bendir hann á
að rækta þurfi nýjar venjur og lífshætti. Um þetta verkefni þurfi mann-
kyn að sameinast og kirkjan hafi miklu hlutverki að gegna í því samhengi
því kristin trú hvetji til spámannlegs og íhugandi lífsstíls. Trúin hvetji til
hófsemi, einfaldleika og auðmýktar og bendi á að hamingjan felist í gnægð
andans, ekki efnisins. Innri friður, lítillæti og þakklæti sé undirstaða þess
sem Jesús kenndi. Þannig sé boðskapur kirkjunnar kærleiksóður til sam-
félagsins, með ítrekun almannahags og með sérstakri áherslu á hag hinna
fátæku. Allt sé í Guði og alheimurinn endurspeglar dýrð hans og náð, segir
í lokaorðum páfabréfsins.72
Þótt efnið frá Lútherska heimssambandinu og kaþólsku kirkjunni sé
ekki samanburðarhæft nema að vissu marki, er augljóst að flest þeirra
guðfræðilegu og siðfræðilegu stefja sem finnast í páfabréfinu má einnig
finna hjá LH. Sköpunarverkið, garðsmyndin og ráðsmennskuhugmynd-
in tróna þar efst en einnig stefið um gildi almannahags fram yfir hags-
muni einkaaðila. Samanborið við framsetningu LH má álykta að mann-
skilningur kaþólsku kirkjunnar sé e.t.v. eilítið bjartsýnni á getu mannsins
til að takast á við þau vandamál sem að steðja í heiminum og tengjast
71 Sama heimild, # 163–198.
72 Sama heimild, # 202–240.
TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR