Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 18
17
sem kynferðisleg tjáning var alls staðar í einka- og almannarými þótti þessi
afkimi hennar hættulegur og var talinn ganga út fyrir ákveðin mörk.
Þetta tjáningarform Fílænisar var kynlífshjálparbókin: Rit sem tók sér
það hlutverk að fræða lesendur um viðreynslur, atlot og kynlífsstellingar.
Um þetta bókmenntaform eru fáar heimildir til en þó einhverjar, og varpa
þær merkilegu ljósi á hvað getur vakið fordæmingu á kynferðislegri fram-
setningu í forkristnum heimi sem annars þekkti varla slíka fordæmingu.
Þannig er hægt að athuga hvort hugmyndir okkar um klám eigi sér upp-
runa handan við innreið kristinnar heimssýnar; hvort upptök þess liggi
dýpra en í átökum trúarhugmynda.
Að lifa lífinu í fullri þekkingu
Kynlífshjálparbókinni alræmdu var gefinn áhugaverður, goðsagnakenndur
uppruni. Í 10. aldar býzönsku alfræðiorðabókinni Súdu er sagt að Astyanassa
nokkur, ambátt Helenu fögru, hafi „fyrst fundið upp á legustellingunum í
kynlífi og skrifað bókina Um kynlífsstellingar“. Bókmenntagreinin er því
talin fæðast á grískri hetjuöld, á tímum Trójustríðsins, en ekki hjá hinum
háu hetjum: Það er kona og þræll sem þar er að verki, og það þræll í eigu
alræmdasta framhjáhaldara gríska menningarheimsins. Astyanassa og bók
hennar eru augljóslega hugarsmíð, en Súdan tekur fram að síðar hefðu
höfundar eins og „Fílænis og Elefantis hermt eftir henni og gert dansa úr
þess konar viðurstyggð“.26
Fílænis og Elefantis – hvort tveggja kvenmannsnöfn – voru fræg-
ustu höfundar kynlífshjálparbóka í fornöld og bækur þeirra voru víða til:
Jústínos píslarvottur (2. öld e. Kr.) ýkir án vafa eitthvað en þó er væntanlega
sannleiksbroddur í fullyrðingu hans um að „allir hafi [haft] aðgang“ að bók
Fílænisar á hans tímum „annaðhvort á rituðu formi eða af afspurn“.27
víðtæk dreifing eins og þessi minnir á mikilvægi almenns aðgengis í
nútímaskilgreiningum á klámi.
Kynlífshjálparbækurnar voru jafnan kenndar við kvenhöfunda. varðveitt
eru ein tíu höfundanöfn; fyrir utan Astýanössu, Fílænis og Elefantis eru
nefnd Níkó frá Samos, Kallistrate frá Lesbos, Pamfíle, Salpe, Botrys,
Paxamos og Pýþoníos frá Aþenu – seinustu þrjú nöfnin eru karlkyns.28
26 Suda s.v. Ἀστυάνασσα (A4261 Adler).
27 Justin. Apol. 2.15.3.
28 Heimildirnar fyrir þessum nöfnum eru teknar saman hjá Holt N. Parker, „Love’s
Body Anatomized“, bls. 108.
ÞRJú SKREF Í ÁTT Að TiLURð KLÁMSiNS