Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 32
31
ú T D R Á T T U R
Þrjú skref í átt að tilurð klámsins
Í greininni er bent á þrjú söguleg skref í átt að tilurð hins nútímalega klámhugtaks
sem öll tengjast hinni grísk-rómversku fornöld. Kristni guðfræðingurinn Klemens
frá Alexandríu (2. öld e. Kr.) tók í fyrsta sinn kynferðislega framsetningu út fyrir
ramma og fordæmdi sem slíka. Fyrir daga Klemensar var þekking og framsetning á
kynferði og kynlífi allstaðar aðgengileg en var ekki flokkuð eða talin mynda sérstak-
an sess í karakter hvers manns. Þennan kynferðisskilning kallaði Foucault ars erotica,
í andstöðu við hina nútímalegu flokkunar- og skilgreiningarþörf, scientia sexualis. En
með risi kristninnar var kynferðislegri framsetningu fornaldar eytt úr almannarým-
inu og einkenni hennar gleymdust. Þegar rústir rómverska bæjarins Pompeii voru
grafnar upp á 18. öld enduruppgötvaðist því framandleiki ars erotica. Sérflokkur
Klemensar var fundinn upp á ný og fékk í þetta sinn nafnið pornographia. En jafn-
framt er hægt að finna vísi að fordæmdum sérflokki kynferðislegrar framsetningar
innan hins heiðna samfélags fornaldar: Kynlífshjálparbækurnar, sérstaklega bók Fí-
lænisar frá Samos. Þessi verk voru fordæmd í fornöld þótt listaverkin í Pompeii þættu
sjálfsögð. Ástæður þessa kunna að liggja í því að kynlífshjálparbækurnar buðu upp á
annan skilning á kynlífi og kynferði en var almennur til forna; með kerfisbundinni
umfjöllun sinni minna þær á hið nútímalega scientia sexualis frekar en ars erotica. út
frá þessu má álykta að fordæmdur sérflokkur kynferðislegrar framsetningar – sem er
grunnurinn að klámhugtakinu – eigi rætur sínar í hugmyndafræðilegum ágreiningi
tveggja ósamrýmanlegra þekkingarkerfa hvað varðar kynlíf og kynferði.
Lykilorð: Klám, kynlíf, kynlífshjálparbækur, Pompeii, fornfræði, Fílænis frá Samos,
Klemens frá Alexandríu, Michel Foucault, ars erotica, scientia sexualis
A B S T R A C T
Three Steps Towards the Birth of Pornography
This article highlights three steps towards the birth of the modern concept of
pornography, all of which lead back to Greco-Roman antiquity. The Christian
theologian Clement of Alexandria (2nd cent. CE) first created a separate category
of sexual representations and condemned it as such. Before Clement, knowledge
and representations of sex and sexuality were accessible everywhere but were not
categorized or thought to be an essential part of one’s character. Foucault called this
understanding of sexuality ars erotica, as distinct from the modern need to categorize
and essentialize, scientia sexualis. But with the rise of Christianity ancient representa-
ÞRJú SKREF Í ÁTT Að TiLURð KLÁMSiNS