Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 120
119
Slík þjálfun í frásögnum er að viti sumra ekki bara fylgifiskur bata heldur
órofaþáttur sjálfs bataferlisins.25
Það virðist ekki vefjast sérstaklega fyrir Bjarna Bernharði að fjalla um
fortíð, nútíð og framtíð á samfelldan hátt í ævisögum sínum. Fróðlegt væri
við tækifæri að bera sögurnar tvær nákvæmlega saman. Þær snúast um
sömu meginatriði í lífi höfundarins, eru stundum samhljóða en þó mætti
hafa þær sem dæmi um að menn sjá ævi sína í ólíku ljósi á ólíkum tímum,
leggja áherslu á mismunandi atriði – og ekki síður að þeir kunna að takast
á við harða reynslu með nýjum aðferðum er fram líða stundir. Að sinni
skal þó aðeins nefnt að Kaleikur er gagnólíkur Hinum hálu þrepum að því
leyti að í honum er einvörðungu ritað mál, sé mynd á kápu undanskilin. Í
sömu mund er hann forboði seinni bókarinnar, meðal annars af því að einn
af hliðartextum hans er „viðauki“ sem endar á ljóði. En auk þess sem Hin
hálu þrep eru marghátta eins og fyrr var nefnt, skipa hliðartextar þar óvenju
mikið rúm og mynda ramma um lífshlaupið sem sagt er frá – eins og þetta
yfirlit ætti að gefa nokkra hugmynd um:
1. Kápa, titilsíða o.s.frv.
2. „Aðfararorð“ og ljóðið „Skákborð lífsins“.
3. Ljósmynd af unglingnum Bjarna (eina ljósmyndin innan bókar).
4. „Legg þú á djúpið“ = Lífshlaupið, ljóð (fríljóð, prósaljóð),
myndir, frásögn (til 2007) + heiti kafla, undirkafla og ljóða.
5. „verði þinn vilji“ = vangaveltur og rökfærslur um lífshlaupið
og framtíðina, frásögn (m.a. dregin fram meginatriði um for-
sendur manndrápsins og viðbrögð við því; um afstöðu til nýs
lífs utan fangelsisveggja og um samskipti við fjölmiðla (til
2015)), ljóð (fríljóð, prósaljóð), myndir.26
25 Sjá t.d. Jonathan M. Adler og Dan P. McAdams, „Time, Culture, and Stories of the
Self“, Psychological Inquiry 2/2007, bls. 97–128; Giovanni Stanghellini og Paul H.
Lysaker, „The Psychotherapy of Schizophrenia through the Lens of Phenomeno-
logy: intersubjectivity and the Search for the Recovery of First-and Second-Person
Awareness“, bls. 163–179, hér bls. 176 og David Roe og L. Davidson, „Self and
narrative in schizophrenia: time to author a new story“, Medical Humanities 2/2005,
bls. 89–94, hér bls. 89 og 94.
26 Deila má um hvernig vert er að flokka ýmsa texta bókarinnar, t.d. hvort fremur ætti
að nefna þá örsögur en prósaljóð. – Tekið skal fram að aðgreiningin sem hér er gerð
á rökfærslu og frásögn skírskotar til hugmynda sálfræðingsins Jeromes Bruner um
tvenns konar hætti hugsunar, sjá Jerome Bruner, „Two Modes of Thought“, Actual
Minds, Possible Worlds, Cambridge, Ma og London: Harvard University Press, 1986,
bls. 11–43.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“