Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 183
182
meðan á „stríðinu gegn klámi“ stóð í valdatíð Georges W. Bush.6 Það var
einnig hún sem fjallað var um í Frontline-þættinum „Bandarískt klám“ (e.
American Porn) þar sem tökuliðið frá PBS sem er að mynda upptökurnar á
þriðju nauðgunarsenunni (með Extreme Associates-leikkonunni veronicu
Caine) gengur út af tökustaðnum vegna þess að þau gátu ekki verið viss
um að samþykki væri fyrir hendi.7 Kvikmyndin er byggð upp kringum
hugmynd um raðnauðgara og –morðingja sem er með raðmorðingjann
Richard Ramirez (einnig þekktur sem Næturstjáklarinn) á heilanum og
fremur glæpina sem sýndir eru í myndinni sem virðingarvott við hann.
Innbrot hefst á tvöföldum stiga í anddyrinu á stóru húsi, átján ára gamalli
stúlku sem er hrein mey og ein heima, og dyrabjöllu sem táknar nærveru
einhvers fyrir utan: maður er týndur, hann þarf að láta segja sér til vegar,
og nú er stúlkan með hugann við annað – þvert á alla skynsemi svarar hún
í símann í öðru herbergi – hann smokrar sér inn fyrir tálmann sem var
honum aldrei alveg lokaður, uppfyllir það hlutverk sem opin gátt táknar,
og fer inn. Í fyrsta hlutanum er stúlkunni nauðgað og hún kæfð; í öðrum
hluta er annar árásarmaður og tökumaður sem við sjáum ekki en sem
kvikmyndar það þegar ófrískri konu er nauðgað og hún skotin (og hund-
urinn hennar líka); í þeim þriðja er konu sem hefur orðið strandaglópur
rænt, hún er beitt kynferðislegu ofbeldi og myrt með hnífi. Í öðrum og
þriðja hluta myndefnisins sem sögupersónurnar sjálfar taka upp kemur
skírskotunin í Næturstjáklarann fram í annarrar persónu ávarpi til mynda-
6 Báðir málsaðilar vísuðu í Frontline-þáttinn sem eina af ástæðunum fyrir því að kært
var fyrir brot gegn almennu velsæmi; í upptöku fyrir þáttinn sést Black stæra sig
af því hvað klámkvikmyndir hans gangi langt og ögra jafnvel lögreglunni og skora
á hana að loka fyrirtækinu. Sjá Janelle Brown, „Porn Provocateur“, Salon 20. júní
2002, http://www.salon.com/2002/06/20/lizzy_borden/. Sótt 19. mars 2014; Tim
Dean, Unlimited Intimacy: Reflections on the Subculture of Barebacking, Chicago:
University of Chicago Press, 2009, bls. 137n51; og Kevin Gray, „What, Censor
Us?“ Details, desember 2003, bls. 132–37. Sjá einnig Martin Amis, „A Rough
Trade“, Guardian, 17. mars 2001. Eftir að alríkislögreglan hafði gert myndefnið
upptækt en áður en hin ákærðu sömdu um málið kom Innbrot út með formála frá
Rob Black – ýmsum fullyrðingum um myndina sem væri að hefjast, þar sem hann
fer með æsileg varnaðarorð en neitar því jafnframt að myndefnið sé ósvikið og
hvetur áhorfandann til þess að láta það ekki koma sér í of mikið uppnám. Þessi
aðferð við að ramma inn myndina vísar til lifandi hefðar sams konar viðvarana í
æsikvikmyndum, en það að horfa á þessa útgáfu hennar vitandi það að aðstand-
endur myndarinnar áttu raunverulega á hættu að vera stungið í fangelsi gerir hina
tvíræðu aðvörun dálítið skiljanlegri.
7 „American Porn“, Frontline, þáttur nr. 2012 (upphaflega sýndur 7. febrúar 2002),
framleiðandi og leikstjóri Michael Kirk.
EuGEniE BRinKEMA