Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 104
103
mótmælenda, þar á meðal Lúthers, játuðu áfram trú á sama þríeina Guð-
inn sem opinberast hafði í þessum heimi í persónu, lífi og starfi Jesú frá
Nazaret. Á 20. öld var tekið að leggja aukna rækt við þennan samkristna
(„ekúmeníska“) arf kirknanna. Áður hafði fremur verið lögð áhersla á það
sem aðskildi. vitund kirkjufólks fyrir samfellunni á siðaskiptatímanum
hefur því aukist þótt lengra megi ganga í samstöðuátt.
Margt í innra lífi kirkjunnar á Íslandi breyttist á siðaskiptatímanum.
Játningargrunnur kirkjunnar breyttist með nýjum, lútherskum játning-
arritum sem lögfest voru í danska ríkinu á 17. öld (sjá framar). Í framhaldi
af því breyttist boðun kirkjunnar og sú trúarlega mótun sem hún beitti
sér fyrir meðal almennings.77 Þá breyttust helgisiðir kirkjunnar líkt og
fram hefur komið. Nýlega hafa enda verið færð rök að því að upprunalega
hafi heitið siðaskipti sem snemma var tekið að viðhafa um trúarsögulegar
breytingar á 16. öld merkt helgisiðaskipti (sjá framar). Munur rómverskrar
og lútherskrar messu þarf að sönnu ekki að vera mikill.78 „Lítúrgískt“ hefð-
arrof varð ekki hér á landi á siðaskiptatímanum hvað varðar messuform-
ið sjálft heldur á upplýsingarskeiðinu um aldamótin 1800.79 Munurinn á
helgihaldi miðaldakirkjunnar og hinnar lúthersku kom fremur fram í að
ýmsar kirkjulegar athafnir og siðir þeim tengdir breyttust mikið bæði að
formi og inntaki eða voru lagðir niður.80 Hér framar var bent á að trúar-
hættir þjóðarinnar tóku aftur á móti aðeins hægfara breytingum allan þann
tíma sem hið gamla samfélag trúarmenningarinnar var við lýði eða fram
á fyrstu áratugi 20. aldar. virðist mega líta svo á að form trúarháttanna
hafi haldist að verulegu leyti þrátt fyrir siðaskiptin þótt inntak þeirra hafi
breyst líkt og lýst var í tilviki Jóns Steingrímssonar.
Enn er þess að geta til dæmis um samfelluna að skipulag kirkjunnar
hélst óbreytt út í gegnum siðaskiptatímann. Er þar átt við skiptingu lands-
ins í biskupsdæmi, prestaköll og sóknir. Þá voru sömu kirkjur notaðar til
77 Hér er ekki einvörðungu átt við prédikun við messur heldur einnig hina ríkulegu
postilluhefð sem ríkti í lúthersku kirkjunni hér um aldir líkt og í nálægum löndum
en skipti meira máli hér en víða annars staðar vegna dreifbýlis sem vann gegn
almennri messusókn. Með postillunum var opinber boðun kirkjunnar flutt inn á
heimilin. Þá ber hér og að hafa kverfræðsluna í huga. Hjalti Hugason, „Kristnir
trúarhættir“, bls. 284–289, 293–309.
78 Sjá t.d. Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 232.
79 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 229–234.
80 Sjá t.d. um niðurfellingu fermingar Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist“, bls.
68–69.
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?