Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 68
67
og þær hlutgerðar til áhorfs fyrir innbyggðan karlkyns áhorfanda innan
stigveldis sem byggir á stjórnun karlsins á myndrænu viðfangi, sem er lík-
ami konunnar. Það sama má segja um dýrin sem eru hlutgerð nánast sem
ákveðin tegund kynlífsleikfangs innan klámsins og sett í hlutverk kynveru
sem umbreytist í sjálfa athöfnina, óháð eigin líkama. Hægt er að skipta
einu dýri út fyrir annað án þess að breyta atriðinu, þar sem dýrin eru fyrst
og fremst til staðar sem hlutir sem mannfólkið notar (og nautn dýrsins er
þannig ekki hluti af upplifun áhorfandans). Dýrin eru framsett sem endur-
speglun hugmynda og löngunar mennskra áhorfenda, en forsendur dýrs-
ins fá ekkert pláss.
Hlutgerving kvenna í klámi er algengt umræðuefni klámfræðanna og
skilgreining Catharine McKinnon lýsandi fyrir þá viðteknu hugmynd að
innbyggt stigveldi sé til staðar á milli kynjanna í framsetningu á kynlífi,
þar sem klám er talið einkennast af „grafísku og djörfu kynferðislegu efni
sem gerir konur undirgefnar í gegnum ljósmyndir og orð“.25 Enn fremur
hefur hlutgervingu á líkömum dýra verið líkt við svipaða hlutgervingu
kvenna, t.d. í frægri bók Carol Adams, The Sexual Politics of Meat (1990),
sem ræðir hugmyndafræðileg tengsl kúgunar kvenna og kúgunar dýra, og
ekki síður í systrabókinni The Pornography of Meat (2004), þar sem Adams
greinir og ber saman myndmál kláms og auglýsingamennsku um konur og
kjöt. Orðræða hlutgervingar í fræðunum er þó flókin og aðrir fræðimenn
hafa dregið fram ólík blæbrigði hlutgervingar til að mæla gegn því að hlut-
gerving sé sjálfkrafa talið einsleitt og neikvætt hugtak. Að sama skapi hefur
dregið úr áherslunni á hið karllæga sjónarhorn til að gefa annars konar
áhorfi og valdaskipan meira pláss.26 En það er ekki ætlun þessarar greinar
að kafa of djúpt í þessa umræðu, heldur mun greiningin sem hér fylgir
fremur styðjast við vanabundinn skilning McKinnon og Mulvey á hlut-
gervingu, undirgefni og valdaskipan sjónarhorns sem upphefur mennskt
(karllægt) sjónarhorn á kostnað hins hlutgerða (kvenlega) dýrs.
Stutt flakk í gegnum þær dýraklámsíður sem Google færði fremst í raðir
sínar sýnir að mestmegnis er um að ræða hunda og hesta, sem eru ráðandi
í flestum ljósmynda og myndbandagalleríum, þótt einnig komi fram önnur
dýr, svo sem snákar, apar og jafnvel einstaka köttur, sé grannt að gáð. Dýrin
eru í öllum mögulegum stellingum sem hægt er að hugsa sér í „venjulegu“
25 „Graphic sexually explicit materials that subordinate women through pictures and
words.“ Mel Y. Chen, Animacies, bls. 48.
26 Mel Chen Y., Animacies, bls. 48. Sjá líka „grein“ í þessu Riti?
DýRSLEGAR NAUTNiR