Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 56
55
Gunnar Theodór Eggertsson
Dýrslegar nautnir
Nokkrar hugleiðingar um dýrahneigð og dýraklám
Inngangur
Grísk vinkona sagði mér eitt sinn að sköp geitarinnar væru líkust sköpum
konunnar, líffræðilega séð, og hentuðu því best fyrir mök karlmanna við
kvendýr af annarri tegund. Hún þekkti samanburðinn vegna sögusagna
frá heimalandi sínu um kvenmannsleysið á Athos-fjalli, þar sem aðgangur
kvenna hefur verið bannaður um aldabil. Munkarnir sem þar búa hafa mök
við geitur, segir sagan, vegna þess að þær eru líkastar hinum forboðnu
kvenmönnum. Sé samanburðurinn sannur hljóta þægindi munkanna að
eiga einhvers konar samhljóm í þægindum geitarinnar, sem verður ekki
meint af mökunum, ólíkt því þegar mannfólk hefur samræði við dýr með
ósamrýmanleg kynfæri, á borð við hænur sem hljóta líkamlegan skaða af
slíku atferli og iðulega dauða. Að ríða geit hlýtur því að vera skárra en að
ríða hænu, að minnsta kosti út frá sjónarmiði dýrsins sem þolanda. En er
hægt að tala um ánægju, samræði eða samþykki þegar við kemur mökum
við önnur dýr? Er yfirhöfuð hægt að stunda kynmök með dýri af annarri
tegund, líffræðilega, samfélagslega og siðfræðilega séð? Grein þessi snýst
um dýraklám og framsetningu dýra í slíku klámi, en áður en vikið er að
því efni eru nokkur atriði sem verður að huga að hvað varðar kynferð-
islegt samlífi á milli tegunda, hvernig „dýrakynlíf“ birtist í samfélaginu
almennt og hugmyndafræðileg tengsl þess við annars konar hlutgervingu
á líkömum ólíkra dýrategunda, svo sem þeirrar sem birtist í húsdýrahaldi
og kjötáti. Fyrri hluti greinarinnar snýst því að mestu um samfélagslegar
spurningar og hinn síðari færir þær hugmyndir í samhengi við dýraklám-
síður á netinu.
Greinin byggir á rannsóknum mínum tengdum dýrasiðfræði almennt,
sem færðu mig óbeint inn á braut dýrakláms út frá siðfræðilegum vinklum.
Ritið 2/2016, bls. 55–77