Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 94
93
erskir í raun hafi þeir einhvern tímann orðið það. Lengst varðveittust
þeir í afskekktum byggðum og á þeim sviðum lífsins sem voru í föstustum
skorðum og jafnvel langt frá hinu kirkjulega sviði. Allt þar til þeir leystust
endanlega upp höfðu þeir að geyma venjur sem líta má á sem kaþólsk-
ar.40 Líklega hefur þó upplýsingartíminn í lok 18. aldar markað nokkur
skil í þessu efni og bundið enda á margar fornar venjur. Þá gengu líka ný
helgisiðahvörf yfir landið með einföldun helgisiða.41 Með hægfara breyt-
ingu trúarháttanna má líta svo á að við Íslendingar höfum orðið lúthersk í
þjóðfræðilegri og „kúltískri“ merkingu.42
Enn má nefna þá viðmiðun að lútherskt sé það samfélag sem réttar-
farslega og siðferðilega eða siðfræðilega er mótað af lútherskri kenningu
þannig að löggjöf þess og opinbert gildismat geti kallast lútherskt. Í því
sambandi skiptir miklu embættistíð Poul Stigsen Hvide (Páls Stígssonar,
d. 1566), höfuðsmanns og hirðstjóra, en þá var Stóridómur innleiddur
(1564). Með þeirri löggjöf voru refsingar við brotum á kynlífssviðinu staðl-
aðar og þyngdar og dómsvald í þeim fært í hendur veraldlegra yfirvalda í
stað kirkjulegra áður. Brot gegn sjötta boðorðinu í víðasta skilningi voru
þannig gerð að glæp gegn ríkinu. Kom löggjöfin í stað ákvæða kristinréttar
og skriftaboða kirkjunnar á miðöldum sem vissulega settu kynlífi þröngar
skorður þótt viðurlög við brotum væru annars konar. Guðfræðilega séð er
hér ekki um lútherskar séráherslur að ræða heldur gætti slíkra sjónarmiða
ekki síður í hinum kalvínska hluta Evrópu. Einnig má skoða þá viðleitni
sem þarna kom fram sem afleiðingu af vaxandi afskipum hins miðstýrða
ríkis af lífi og háttum þegnanna. Hér er þessi þróun nefnd lúthersk af
hreinum sögulegum ástæðum, það er að hingað til lands barst hún sem
þáttur í siðbót og siðaskiptum undir lútherskum formerkjum. Þegar um
siðaskipti í þessari siðrænu merkingu er að ræða olli embættistíð Guðbrands
Þorlákssonar (1541–1627) Hólabiskups frá 1571 einnig straumhvörfum en
mikilvægur hluti af starfi hans fólst einmitt í siðvæðingu þjóðarinnar eins
og kemur til dæmis fram í útgáfu hans á vísnabókinni (Ein ný vísnabók með
40 Trúlegt er t.a.m. að trúarhættir sem fólu í sér krossmörk og signingar séu upprunnir
fyrir siðaskipti þótt vissulega kunni þeir að hafa tekið breytingum. Sama máli gegnir
um siði sem byggðust á hugmyndum um helgi messuskrúða, skírnarvatns eða ann-
ars þess sem tengdist helgihaldi eða kirkjurýminu. Sjá Hjalti Hugason, „Kristnir
trúarhættir“, bls. 326–330.
41 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 229–234.
42 Hér er átt við þá hægfara hugarfarssögulegu þróun sem hér er mælt með að sé
nefnd siðbreyting. Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 11. Hjalti
Hugason, „Heiti sem skapa rými“, bls. 224–225, 227.
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?