Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 114
113
Ljóst er að menn vita ekki enn hvað veldur geðklofa enda þótt hann sé
tiltekið klínískt fyrirbæri sem þeir hafa reynt að kanna og lýsa í meira en
hundrað ár.12 Til eru þeir sem segja að talað sé um skitsófreníu af því að
mönnum finnist ekki annað skárra orð í boði;13 líkamsmerkin sem eiga að
vitna um hana eru líka allt annað en skýr; lyfjameðferðir við henni hrökkva
einatt skammt og enn er verið að baksa við að leita leiða til að lækna
hana og fyrirbyggja.14 Nú líta sennilega flestir svo á að geðklofi sé heiti á
ýmsum geðröskunum en meðal fræðimanna eru skoðanir um hann skiptar
enda rannsóknarsviðin ólík og aðferðirnar eftir því.15 Taka má tvö dæmi til
vitnis um það.
Í grein um hugsanlega þróun skitsófreníurannsókna fram til 1930 hefur
taugafræðingurinn og geðlæknirinn Thomas insel gefið yfirlit yfir sögu
skitsófreníu þar sem þetta kemur meðal annars fram: Fyrstu skilgreiningar
á geðklofa miðuðust við að geðraskanir ættu sér rætur í heilanum enda voru
taugafræði og geðsjúkdómafræði eða geðlækningar ekki orðnar aðskildar
greinar. Af því hve sálgreiningin var fyrirferðarmikil var þó lögð áhersla á
huga þeirra sem voru með geðklofa drjúgan hluta 20. aldar. Á seinni hluta
aldarinnar varð smám saman breyting á því og efnasamsetning heilans varð
í fyrirrúmi með tilkomu nýrra lyfja; þá var skitsófrenía skilgreind sem
„dópamín röskun“. Lyfjagjöfin leiddi meðal annars til þess að hægt var að
sinna sjúklingum utan stofnana en í sömu mund varð hún stundum til þess
að horft var fram hjá ýmsum lykileinkennum geðklofa. Elstu lyfin (t.d.
chlorpromazine og haloperidol) hafa nú að miklu leyti vikið fyrir svoköll-
12 Sjá t.d. Glenn D. Shean, What is Schizophrenia and How Can We Fix It?, Lanham,
Maryland: University Press of America, 2005, bls. 95. Um brautryðjendur í rann-
sóknum á geðklofa, menn eins og Þjóðverjann Emil Kraepeler, sem gaf honum
nafnið Dementia praecox, og Svisslendinginn Eugen Bleuler sem kallaði sjúkdóm-
inn Schizophrenia, sjá t.d. Aaron T. Beck o.fl., Schizophrenia: Cognitive Theory,
Research, and Therapy, New York og London: The Guilford Press, 2009, bls. Um
nýlega þekkingu í taugalíffræði er tengist sjúkdómnum má t.d. lesa í Matcheri S.
Keshavan o. fl., „Schizophrenia, „just the facts” what we know in 2008, Part 2:
Epidemiology and etiology“, Schizophrenia Research 1/2008, bls 1 –18.
13 Sbr. Glenn D. Shean, What is Schizophrenia and How Can We Fix It?, bls. 95.
14 Thomas R. insel, „Rethinking schizophrenia“, Nature, 11. nóvember 2010, bls.187
–193, hér bls. 187 og Glenn D. Shean, What is Schizophrenia and How Can We Fix
It?, bls. 1 –2.
15 Um skitsófreníu sem fleira en eitt fyrirbæri, sjá t.d. Glenn D. Shean, What is
Schizophrenia and How Can We Fix It?, bls. 95.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“