Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 172
171
Það hvernig kynlífi, ofbeldi og tilfinningum er beitt virðist því hafa
mjög ákveðna virkni í þessum líkamsgreinum. Líkt og allar vinsælar kvik-
myndagreinar, takast þær á við sígild vandamál menningar okkar, kynver-
undar og tilvistar. Að beita kynlífi, ofbeldi og tilfinningum er því á engan
hátt óþarfi, og einskorðast á engan hátt við þessar greinar; það er þannig
sem menningin tekst á við vandamál. Líkt og ég hef haldið fram í Harða
kjarnanum eiga klámmyndir til að sýna kynlíf sem vandamál sem leysa megi
með því að stunda meira, öðruvísi og betra kynlíf.32 Í hrollvekjum er vanda-
málið ofbeldi tengt kynjamismuni, lausnin er meira ofbeldi tengt kynjamis-
muni. Í kvennamyndum er vandamálið samkenndin sem vaknar við missi,
lausn greinarinnar eru endurtekningar og tilbrigði við þennan missi.
Formgerðir óranna
Öll tengjast þessi vandamál kynvitund og því væri ef til vill gagnlegt að
skoða þau sem greinar kyngervisóra. Það er þá við hæfi að velta ekki aðeins
fyrir sér formgerð afbrigðileikans, heldur einnig formgerð óra í hverri
og einni þessara greina. Áður en það er gert verður að skýra eðli sjálfra
óranna. vegna þess að órar eru ekki, líkt og stundum er talið, óskhyggja í
línulegri frásögn af yfirráðum og stjórn sem leidd er til lykta með því að
löngun er fullnægt. Þeir einkennast þvert á móti af því að löngun er dregin
á langinn, og afstaða gagnvart viðföngum og atburðum óranna er ekki
niðurnegld.
Í sígildri ritgerð sinni „Órar og uppruni kynverundarinnar“ draga þeir
Jean Laplanche og J. B. Pontalis í efa þá hugmynd að órarnir séu frá-
sögn sem sviðsetur leitina að viðfangi löngunarinnar og halda því fram að
þeir séu þvert á móti vettvangur löngunarinnar, svið þar sem meðvitað og
ómeðvitað, sjálf og annar, hluti og heild mætast. Órarnir eru sviðið þar
sem hugverur „án huglægni“ flökta milli sjálfs og annars, án þess að taka
sér fasta stöðu í atburðarásinni.33
Í líkamsgreinunum þremur sem eru til umræðu hér hefur líklega verið
bestur skilningur á þessum þætti óra í hryllingsmyndinni, grein sem er gjarn-
an talin tilheyra hinu órakennda eða „hinu fantastíska“. Hins vegar hefur
verið minni skilningur á honum í klámi og kvennamyndamelódrömum. Þar
sem þessar greinar beita færri óraunverulegum tæknibrellum og reiða sig
32 Sjá Linda Williams, Hard Core.
33 Jean Laplanche og J. B. Pontalis, „Fantasy and the Origins of Sexuality“, The Int-
ernational Journal of Psycho-Analysis, 49:1968, bls. 1–18, hér bls. 16.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T