Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 144
143
óþægindi.“ (Brot úr viðtali 2. Karlmaður, vestur Evrópa.) Þessi þátttak-
andi lagði greinilega áherslu á að á meðan hann væri í starfi sem honum
mislíkaði (óþægindin), myndi hann samt sem áður öðlast fjárhagslegan
ávinning og eygði þess vegna möguleika á að kaupa hús (stærra markmið-
ið). viðtalið leiddi í ljós beina tengingu á milli þeirrar skoðunar að hafa
möguleg tækifæri og að líða vel; margir þátttakendur trúa því að tækifærin
bíði þeirra á Íslandi, tækifæri sem þeir hefðu aldrei talið mögulegt að öðl-
ast í þeirra eigin landi:
„Þú getur gert hluti hérna. Á Íslandi er einn kosturinn sá að land-
ið er lítið. Fólk getur frétt fljótt hvað er í gangi. Þetta er virkilega
gott og fólki líkar það gríðarlega vel, þá heyra menn það strax og
þú munt öðlast marga möguleika.“ (Brot úr viðtali 1. Karlmaður,
Austur Evrópa.)
„Ég myndi ekki hafa svona starf á nokkrum öðrum stað.“ (Brot úr
viðtali 10. Karlmaður, vestur Evrópa.)
„Ég held að á Íslandi fái allir tækifæri. Í [mínu heimalandi] myndir
þú aldrei fá vinnu við hótelstjórnun eða eitthvað slíkt nema þú hefð-
ir menntað þig til þess starfs. Hér er þér gefið tækifæri, þú hefur
ekki lært það en kannski getur þú gert það með því að inna starfið af
hendi. […] Ef þig raunverulega langar til að læra, getur þú lagt sál
þína í starfið og það er mögulegt.“ (Brot úr viðtali 6. Kvenmaður,
Austur Evrópa.)
Reynsla innflytjenda frá Filippseyjum er sú að tækifæri geta einnig falið
í sér fórnir. Þetta er sérstaklega sýnilegt í tilviki kvenna sem skildu ætt-
menni eftir heima, en fluttu til Íslands til að sjá fyrir börnum og fjölskyldu
er áfram bjuggu á Filippseyjum.17 Einn þátttakandi sagði okkur eftirfar-
andi:
„Það er mikill þrýstingur í minni fjölskyldu að mennta sig [ …]. Allir
senda mikið af peningum til Filippseyja svo aðrir ættingjar mínir
geti gengið í skóla. Líklega hafa verið sendar nokkrar milljónir nú
þegar svo þeir geti farið í háskóla.“ (Brot úr viðtali 20. Karlmaður,
Asía.)
17 Unnur Dís Skaptadóttir, „integration and transnational practices of Filipinos in
iceland“, e-migrinter, 5/2010, bls. 36–45, sótt 22. september 2016 af http://www.
mshs.univ-poitiers.fr/migrinter/e-migrinter/201005/e-migrinter2010_05_036.
pdf.
NýiR ÍBúAR NORðURSiNS