Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 149
148
hann tengdist félagsstarfi í bænum, ef lífsstíll hans var í samræmi við það
sem gekk og gerðist meðal Akureyringa, þá náði hann betri árangri:
„Ég hef fengið mörg tækifæri, og ég hef einnig misst af ótal tækifær-
um. Að geta talað íslensku opnar fyrir þér íslensku tækifærin. [ …]
Því lengur sem ég dvel hér því betur sé ég mikilvægi þess. [ …] Og
það er tilvinnandi og gagnlegt. Já, ég verð að fara að koma mér að
því.“ (Brot úr viðtali 2. Karlmaður, vestur Evrópa.)
Þessi ummæli sýna enn og aftur að tímabundnar þrengingar má þola svo
framarlega sem möguleikarnir á breytingum til batnaðar séu til staðar; það
gerir neikvæða reynslu ómaksins verða eða jafnvel nauðsynlega svo fram-
arlega sem hún breytist til hins betra er fram líða stundir:
„Á meðan þetta er hluti af stærra markmiði og verður ekki viðvar-
andi, er þetta í lagi. Ég er ekki vansæll. Ég er ekki heldur alsæll. En
ég er með áætlanir og markmið. [ …] Þetta verður ekki að eilífu,
svo við þolum ástandið í bili.“ (Brot úr viðtali 2. Karlmaður, vestur
Evrópa.).
Erfiðleikarnir sem innflytjendur rekast á virðast frekar vera eins og hindr-
anir sem hægt er að yfirstíga eða breyta í tækifæri. Þrátt fyrir erfiðleik-
ana og afleiðingar þeirra á vellíðan þátttakenda, virðist sem hin jákvæða
reynsla jafni út hina neikvæðu, eða að vonin um hamingju í framtíðinni
taki sér bólfestu í huga innflytjandans, og geri reynsluna af flutningi til
Akureyrar erfiðisins virði.
Niðurstaða
Til að skoða vellíðan og hamingju er nauðsynlegt að vita hvað er mikil-
vægt fyrir einstaklinga og samfélög. Þótt persónulegt viðhorf sé lykillinn
að hamingju, eru öruggt og jákvætt umhverfi, félagsleg tengsl, markmiðs-
setning og að deila verðmætamati og tilfinningum á jafnréttisgrundvelli
með staðarbúum einnig nauðsynlegir þættir fyrir íbúa með erlendan bak-
grunn. Að bera kennsl á hvernig gagnkvæm samskipti geta orðið frá beggja
hálfu virðist gríðarlega mikilvægt atriði til að ýta undir einstaklingsbundna
hamingju innflytjenda á Akureyri. Niðurstaða þessarar rannsóknar leiðir
í ljós ábyrgð samfélagsins í að bjóða upp á sterkara stuðningskerfi fyrir
nýbúa. Þar með talið að hvetja innflytjendur og gefa þeim þau tæki sem
MARKuS MEcKl / STéphAniE BARillé