Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 24
23
kynferðislegrar hegðunar til forna. Þá var ekki litið á kynlíf út frá kyn-
hneigð heldur út frá kynhlutverkum, sem voru tvö: hið virka (e. active),
karlmannlega gerendahlutverk (sá sem reið) og hið óvirka (e. passive),
kvenlega þiggjendahlutverk (sá sem var riðið). Kyn þess sem riðið var gat
verið hvort sem er karl- eða kvenkyn, en viðkomandi, hvors kyns sem hann
var, varð kvenlegur sökum hlutverksins.44 Hjá Martialis gengur Fílænis
hins vegar inn í nýja stöðu: hún er kona sem tekur sér hlutverk gerand-
ans (með bæði drengjum og stúlkum) og verður þannig karlmannleg; sú
karlmennskuímynd er styrkt enn frekar með líkamsrækt og drykkju- og
át svalli. Þetta gerir hana að sjálfri táknmynd tríböðunnar, eins og kemur
fram í öðru örstuttu kvæði eftir Martialis:
Tríbaða allra tríbaða, Fílænis,
Réttilega kallarðu konuna sem þú ríður „vinkonu“.45
Þó verður að hafa í huga að umfjöllun Martialisar er ekki bara fordæmandi
og siðvönd heldur er sömuleiðis ætlað að æsa lesendur upp; fordæming
blandast saman við ákveðna frásagnarnautn. Slíkan unað í fordæmingu má
sjá víða í bókmenntum fornaldar sem og nútímans; sem dæmi má nefna
blautlegar umfjallanir Óvidíusar um nauðganir, aflimanir og mannát í
Ummyndunum sínum,46 og úr íslensku samhengi má minnast á hin svoköll-
uðu skriftamál Ólafar Loftsdóttur, eignuð henni jafnt til að fordæma hana
og til að fantasera um hana.47 Þessi blanda af fordæmingu og fantasíu er
sérstaklega áberandi í hvers kyns umfjöllun um tríböður til forna.48
Martialis var ekki sá eini sem tengdi Fílænis við tríböður í fornöld.
Fals-Lúkíanos (einhvern tímann frá 2. til 4. aldar e. Kr.) skrifaði merkilega,
húmoríska samræðu í stíl Platons, Ástirnar (gr. Erôtes), þar sem skegg-
rætt er um það hvort sé betra fyrir karlmenn, að sofa hjá drengjum eða
hjá konum. Talsmaður kynlífs með konum notar hina klassísku fót festu-
44 Um þennan kynhlutverkaás í fornöld, sjá Holt N. Parker, „The Teratogenic
Grid“, Roman Sexualities, ritstj. J.P. Hallet og M.B. Skinner, Princeton: Princeton
University Press, 1997, bls. 47–65; David M. Halperin, „One Hundred Years of
Homosexuality“, One Hundred Years of Homosexuality and Other Essays on Greek Love,
ritstj. David M. Halperin, New York og London: Routledge, 1990, bls. 15–40.
45 Mart. 7.70.
46 Sjá Amy Richlin, „Reading Ovid’s Rapes“, Pornography and Representation, bls.
158–179.
47 Helga Kress, „Confessio turpissima“, Ný saga, 1/1999, bls. 4–20; hér bls. 12.
48 Sjá Þorstein vilhjálmsson, „The Tribadic Tradition“, bls. 1–26.
ÞRJú SKREF Í ÁTT Að TiLURð KLÁMSiNS