Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 180
179
„Grófir drættir“
„Það getur vel verið að það séu til klámmyndir sem
innihalda ofbeldisfull nauðgunaratriði, en ég hef
ekki séð neinar slíkar.“
Edward Buscombe, „Greinasull“
Í þessum kafla er kallað eftir því að hinu grófa verði leyft að taka sinn
toll. Megi hið grófa brjóta, bramla og hrufla, ýfa og gera skrykkjótt eða
hnökrótt eða skörðótt, kyrkja miskunnarlaust og salla kæruleysislega
niður, beita fantalegu ofbeldi, já, jafnvel tortíma dálítið: líkömum í kynlífi;
kvikmyndaforminu í opinskáum myndum; og, í þessari bók, hinu illviðráð-
anlega safni klámsins.2
Hið grófa er hið lauslega, hið áætlaða, hið ótímabæra; það kemur of
snemma. Hið grófa er óskýrt, ónákvæmt og gloppótt; gróf drög; grófklipp-
ing kvikmyndar; úfið, skorið eða aflagað; ófágað; ósnyrt; loðið. Óformað,
óformlegt: það sem spillir eða lítilsvirðir hið skýra form. Hálfkarað og
ófullgert, kannski fleiðrað eða mulið, eða jaðrar þess sjást. Hið grófa er
markað af glufum og hiki, það grefur undan endanleikanum og niðurlag-
inu. Slitrótt, ósamhverft, síðan sundrast það. En líka hrottafengið, líka
níðingslegt, líka grimmilegt og ósanngjarnt. Óklippt, linnulaust, án lög-
2 [Greinin „Grófir drættir“ birtist upphaflega í greinasafninu Porn Archives sem kom
út hjá Duke University Press árið 2014 í ritstjórn Tims Dean, Stevens Ruszcyzycky
og Davids Squires. Greinasafnið fjallar um tengsl kláms við það sem á íslensku
mætti kalla varðveislusöfn, þar sem hlutum og skjölum er safnað saman með það fyrir
augum að varðveita þau, flokka þau og gera þau aðgengileg – eða ekki. Í greinasafn-
inu er gengið út frá því að saga varðveislusafnsins sé nátengd sögu kláms, að sú
flokkun sem óhjákvæmilega felist í varðveislunni hafi að sínu leyti stuðlað að tilurð
kláms sem sjálfstæðrar greinar í nútímasamfélagi með því að aðgreina kynferðislega
opinskátt efni frá öðru og setja ákveðnar reglur um aðgengi að því. Þessi nálgun er
ekki ný af nálinni í umfjöllun um klám og sögu þess; áður hafa fræðimenn á borð við
Michel Foucault, Walter Kendrick og Lindu Williams lagt áherslu á áhrif nútíma-
legrar flokkunarfræði á þær hugmyndir um kynlíf og það skipulag kynferðislegrar
tjáningar sem við búum við í dag.]
GRÓFiR DRÆTTiR