Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 27
26
stunduðu drykkjuleiki, viðreynslur og kynlíf.55 Í þetta sinn spillir Fílænis
ekki kvennaherbergjunum, eins og hún hafði gert hjá Fals-Lúkíanosi,
heldur einkynja rými karlmanna; rétt eins og hún umturnaði hinu fyrr-
nefnda með því að kynna það fyrir tríbadisma spillir hún hinu síðarnefnda
með þrælslegum kossum.
Hvað felst í þessum kossum og hvað gerir þá svo skaðlega fyrir sam-
drykkjurýmið? Í ljósi orða Tímæosar er freistandi að telja þessa kossa skraut-
yrði yfir munnmök; glæpur samdrykkjugestanna ungu er þá að haga sér ekki
eins og frjálsbornir menn, hverra forréttindi fólust meðal annars í þátttöku
í samdrykkjum, heldur eins og þrælar, með því að taka það að sér sjálfir að
veita umrædda „kossa“ í stað þess að láta þrælana um það. Í samdrykkjum
fornaldar tíðkaðist að kalla til þræla og/eða ambáttir til að leika á hljóðfæri,
skenkja í bikara og sofa hjá gestum;56 Klearkhos kvartar yfir því að menn-
irnir séu farnir að veita þess konar greiða sjálfir, undir áhrifum Fílænisar.
Það er áhugavert að fleiri tegundir bóka en kynlífshjálparbókin voru
taldar geta spillt samdrykkjurýminu. Heimspekingurinn Khrýsippos
(3. öld f. Kr.) skrifaði um siðspillandi bækur og talaði alltaf um tvær í
einni andrá: „Bækur Fílænisar og Arkhestratosar – sú heitir Sælkeramatur
(gr. Gastronomia) – og þau öfl sem hvetja til kynlífs og veisluhalda, og
sömuleiðis ambáttir sem hafa reynslu af þessháttar hreyfingum og stelling-
um og setja þær í framkvæmd […]“57 Bók Arkhestratosar er ekki varðveitt
en það er áhugavert að fleiri fornir höfundar settu þetta verk um sælkera-
mat undir sama hatt og kynlífshjálparbækurnar.58 Báðar einkennast, í sið-
ferðislegri sýn fornaldar, af skorti á sjálfstjórn; að éta eins og Arkhestratos
og að stunda kynlíf eins og Fílænis var hvort tveggja dæmi um að geta ekki
gætt hófs. Óhófið sem Fílænis hvetur til birtist, samkvæmt Khrýsipposi, í
ambáttunum sem hófsamir menn eiga að forðast að neyta um of, rétt eins
og þeir eiga að forðast að borða of mikið af veisluréttum Arkhestratosar.
Konur birtast hér sem neysluvara, sem „ætar konur“ eins og Madeleine
M. Henry orðaði það.59 Þetta sjónarmið er einkenni á hugsun fornaldar
55 Oswyn Murray, „Symposium“, The Oxford Classical Dictionary, ritstj. Simon
Hornblower & Antony Spawforth, 3. útg. Oxford: Oxford University Press, 2003,
bls. 1461.
56 Eva Keuls, Reign of the Phallus, bls. 7–8.
57 Ath. 8.335.
58 Just. Mart. A1.70.2 (2.15.3) minnist líka á Fílænis og Arkhestratos í sömu andrá;
sjá einnig Ath. 10.457.
59 Og vitnar þar í Margaret Atwood; Sjá Madeleine M. Henry, „The Edible Woman“,
bls. 250, 266.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON