Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 176
175
Að lokum – ólíkt klámi þar sem hittist á „rétt augnablik!“ og hrollvekj-
um þar sem óvæntur fundur á sér stað „of snemma!“ – má sjá samkennd
vakna yfir því sem er „um seinan!“ í melódramanu. Leitin að uppruna
sjálfsins, svo hægt sé að snúa þangað aftur, birtist í órum barnsins um að fá
að eiga hina fullkomnu foreldra freudísku fjölskylduástarsögunnar, í órum
foreldrisins um að fá að eiga barnið í móður- eða föðurmelódramanu, og
jafnvel í órum elskendanna um að fá að eigast í rómantískum vasaklúta-
myndum. Í þessum órum er leitin að tengslum alltaf lituð af melankólíu
missis. Uppruninn hefur þegar glatast, endurfundir eiga sér alltaf stað of
seint, á dánarbeðum eða yfir líkkistum.39
Ítalski fræðimaðurinn Franco Moretti hefur til dæmis lagt til að bók-
menntir komi manni til að gráta þegar tímasetningum sé hagað á ákveðinn
hátt: það er ekki bara sorg eða þjáningar sögupersónu sem hrinda táraflóð-
inu af stað, heldur ákveðið augnablik; þegar sögupersónur ná okkur og
átta sig á því sem áhorfendur vita þegar. við grátum ekki aðeins vegna
þess að persónurnar gera það, að mati Morettis, heldur á nákvæmlega
því augnabliki sem það verður endanlega ljóst að löngunin er til einskis.
Tárin brjótast fram þegar losnar um spennu – eins og af lotningu fyrir
hamingjunni sem verið er að kveðja með kossi. Samkenndin vaknar þess
vegna þegar gefist er upp fyrir veruleikanum, en uppgjöfin er full lotningar
fyrir draumnum sem bauð veruleikanum birginn.40 Moretti leggur þannig
áherslu á útópíska niðurrifseiginleika formgerðar sem hefur gjarnan þótt
einkennast af óvirkni og valdaleysi. Því má segja að órarnir um að hittast of
seint byggist á þeirri útópísku ósk að það sé ekki of seint að sameinast þeim
sem var einu sinni hluti af manni sjálfum.
Það er augljóslega mikið verk fyrir höndum þegar kemur að því að
skilja formgerð og virkni þessara þriggja líkamsgreina í samhengi hver við
aðra og í samhengi við „frumórana“ og það djúpstæða aðdráttarafl sem
þeir hafa. Það er líka ljóst að erfiðasti hluti þess að skilja þessi tengsl kyn-
gervis, greinar, óra og formgerða afbrigðileika felst í því að reyna að setja
frumórana í sögulegt samhengi og samhengi greinasögu sérstaklega. Eitt
virðist þó þegar ljóst: það er ekki hægt að afskrifa þessar „ógeðslegu“ lík-
amsgreinar, sem geta virst svo ofbeldisfullar og fjandsamlegar konum, sem
vitnisburð um einsleitt og ófrávíkjanlegt kvenhatur, annað hvort hreinan
kvalalosta karláhorfenda eða sjálfskvalalosta kvenna. Sjálf tilvist þeirra og
39 Sjá Steve Neale, „Melodrama and Tears“, Screen 6/1986, bls. 6–22.
40 Franco Moretti, „Kindergarten“, Signs Taken for Wonders: On the Sociology of Literary
Forms, London: verso, 1983, bls. 157–181, hér bls. 179.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T