Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 67
66
fæðingu á vefnum, þar sem myndir hennar hafa öðlast nýtt líf og greiðara
aðgengi.
Þrátt fyrir ákveðna sprengingu í dýraklámi á tíunda áratugnum (í sam-
ræmi við víðari útbreiðslu kláms almennt í tengslum við veraldarvefinn)
fer þó lítið fyrir því miðað við aðrar tegundir kláms. Kynlíf með dýrum er
víðast hvar ólöglegt, en þó nokkur lönd leyfa það enn, á borð við Brasilíu,
Mexíkó, Taíland, Finnland, Ungverjaland og Rúmeníu.22 Danmörk og
Niðurlönd hafa löngum verið þekkt fyrir löglegt dýrakynlíf og klám – árið
2007 voru Niðurlönd t.d. talin ábyrg fyrir 80% af dreifingu á dýraklámi
í heiminum23 – en bæði löndin hafa lagt bann við því á síðustu árum.
Framleiðsla á dýraklámi er lögleg svo fremi sem kynlíf með dýrum og
framleiðsla og sala á klámi almennt sé lögleg á einu og sama svæðinu og
heilmikill iðnaður hefur sprottið upp í kringum slíka framleiðslu í löndum
eins og Brasilíu og Ungverjalandi. Og þótt klámið sem um ræðir sé ólöglegt
víðast hvar, þá gerir veraldarvefurinn að verkum að slík landamæri mást út
og efnið verður aðgengilegt öllum, óháð löggjöfum í hverju landi fyrir sig.
Þannig tókst mér að finna ógrynni af dýraklámi með einfaldri leit að orð-
unum „bestiality porn“ með leitarvél Google og greiningin sem fylgir hér
að neðan byggir á því sem fyrir augu bar á þeim síðum sem birtust.
Myndefnið er groddalegt með meiru og sýnir kynlíf milli manna og
dýra í vægast sagt opinskáum nærmyndum. Í kláminu afhjúpast allt sem er
undir rós hjá dýrhneigðum: sambandið á milli mannsins og dýrsins verður
bersýnilega samband þræls og eiganda. Dýrið er oftar en ekki húsdýr (eða
að öllum líkindum tamið dýr) og því skilgreint innan ákveðins stigveldis
sem byggir á stjórnun og þjónustu (eða valdníðslu og kúgun). Þetta helst í
hendur við feminíska gagnrýni um hlutverk kvenna í klámmyndum, bæði
hvað varðar hlutgervingu og sjónarhorn, s.s. hugmyndir Lauru Mulvey um
hið karllæga sjónarhorn. Þótt Mulvey hafi fjallað um efnið út frá hefðum
Hollywood í tímamótagreininni „visual Pleasure and Narrative Cinema“
árið 1975 hafa hugmyndir hennar ratað inn í klámfræðin24 og eiga að
vissu leyti við um uppstillingu dýranna í dýrakláminu. Konum er stillt upp
22 Mark Griffiths, „Why would anyone want to have sex with an animal? The
psychology of bestiality“, independent, 02. febrúar 2016, sótt 27. apríl 2016 af
http://www.independent.co.uk/life-style/love-sex/why-would-anyone-want-to-
have-sex-with-an-animal-the-psychology-of-bestiality-10201158.html.
23 „Dutch finally ban bestiality“, ABC News, 03. febrúar 2010, sótt 27. apríl 2016 af
http://www.abc.net.au/news/2010-02-03/dutch-finally-ban-bestiality/319622.
24 Mel Y. Chen, Animacies: Biopolitics, Racial Mattering, and Queer Affect, Durham
& London: Duke University Press, 2012, bls. 47.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon