Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 128
127
En áin er ekki bara tálmi sem klýfur; hún er kvik víðátta mitt í ríkjandi
þankagangi þorpsins sem síst er dregið úr að sé þröngur og staðnaður.
Ljóðagerð lítils drengs í sandkassa verður t.d. til þess að hann er „settur
utan kassans“ (13) og utangarðskenndin er eitt af því sem aðalpersóna bók-
arinnar þarf lengst af að takast á við.
Í „Legg þú á djúpið“ rekur sögumaður erfiðleika sína í lífinu að nokkru
til takmarkaðrar ástúðar í föðurhúsum og afskiptaleysis sem hann mætti
í skóla auk þess sem hann gerir grein fyrir hve gagnólíkir foreldrar hans
voru og oft svo ósáttir að það bitnaði á börnunum. Slíkar skýringar koma
vel heim og saman við niðurstöður sálfræðinga sem leggja áherslu á að
kynna sér reynslu þeirra sem greindir hafa verið með skitsófreníu og leitast
þannig við að glöggva sig á hvaða þættir kunna að valda mestu um bága
líðan þeirra.44 Hér skal þó sett á oddinn að í „Legg þú á djúpið“ rís smám
saman upp mynd af þversagnakenndri „manneskju“ eða mannlíki, persónu
sem er, rétt eins og lifandi menn, með efni jafnt til að eyða og skapa. Hún
birtist lesendum í fjölbreyttu samhengi á ólíkum stöðum; í sveit og til sjós;
á kaffihúsi með félögum í Reykjavík eða í kommúnum í Kaupmannahöfn;
á stroki úr sveit eða ferðalögum um Evrópu; með konum og börnum við
sætt og súrt eða alein. Þessi persóna á með annarri sköpun sinni en frá-
sögninni, málverkum sínum og ljóðum, í sífelldu samtali við endurminn-
ingar sínar um lífshlaupið. Á tilteknu tímabili verður eyðingin – líka sjálfs-
eyðingin sem felst meðal annars í neyslu fíkniefna – ráðandi í lífi hennar
og hámarki er náð þegar hún verður mannsbani í einu geðrofskastanna og
er sett í fimm mánaða gæsluvarðhald. Sögumaður kemst svo að orði:
Þegar klefahurðin skall á hæla hans í Síðumúlanum nóvember-
kvöldið 1988 var honum ljóst að ekkert myndi verða eins og áður,
að brugðið gat til beggja vona um framtíð hans. Hann stóð á kross-
götum lífs síns […] (148)
Réttarkerfið kveður upp sinn dóm, „ósakhæfur sökum geðveiki“ (123), og
sendir sögumann til vistar á ýmsum stofnunum. Þegar hann hefur búið við
frelsissviptingu í níu ár er honum sleppt og honum mætir dómur almenn-
44 John Read sem fyrr var nefndur hefur t.d. ásamt fleirum skoðað á gagnrýninn
hátt það sem skrifað hefur verið um trámatíska reynslu í bernsku, geðraskanir og
skitsófreníu, sjá John Read o.fl. „Childhood trauma, psychosis and schizophrenia:
a literature review with theoretical and clinical implications“, Acta Psychiatrica
Scandinavica 5/2005, bls. 330–350.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“