Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 25
24
rökvillu (e. slippery slope fallacy) gegn sjónarmiðum andstæðings síns í eftir-
minnilegum kafla:
En ef kynlíf karlmanna með karlmönnum telst ágætt, megi þá jafn-
framt konur elskast hver með annarri. Jæja, þið nýju tímar, þú lög-
gjafi framandi unaðar! Hafandi hugsað upp á nýjum leiðum fyrir
unað karla, lát jafnan rétt konum eftir, og megi þær stunda kynlíf
hver með annarri eins og menn. Látið þær festa á sig siðlaus tól
og tæki – viðbjóðslegar, sæðislausar furður – og elskast, kona með
konu, eins og karlmaður væri. Megi nafni sem sjaldan berst mönnum
til eyrna – ég skammast mín fyrir að segja það – nafni viðbjóðslegs
tríbadisma vera hampað opinberlega! Megi sérhvert kvennarými
okkar verða sem Fílænis og afmyndast af kynuslaástum. Og hve
miklu betra er það að kona neyði sig í nautnahyggju karlkynsins, en
að karlkynið sé kvengert, gert að konu!49
Fals-Lúkíanos málar upp mynd þar sem kvennarýmin, hin aflokuðu her-
bergi grískra húsa þar sem konur fjölskyldunnar bjuggu, hafa siðspillst af
því að komast í snertingu við kennslu Fílænisar; úr verður allsherjar kyn-
usli, þar sem konur festa á sig gervilimi og geta þannig tekið við hlutverki
karlmannsins (kynhlutverki gerandans) í kynlífi hver með annarri.50 Slíkt
vald hefur bók Fílænisar ef hún kemst í rangar hendur; þekkingin sem
hún dreifir – þekking á tríbadisma – virðist eiga að geta umturnað þeim
sem lesa bókina og snúið þeim frá réttum kynhlutverkum í röng. En með-
fram fordæmingunni skín í gegn að lýsing Fals-Lúkíanosar er nautnaleg
og fantasían er allsráðandi; Fals-Lúkíanos nýtur þess að ímynda sér áhrif
Fílænisar jafnframt því sem hann málar þau dökkum litum.51
49 [Luc]. Am. 28.
50 Þetta kallast á við hinn víðtæka ótta í hinum forna heimi um að karlmaður geti
laumað sér inn í kvennarýmið í kvennagervi og spillt því með því að nauðga kon-
unum sem þar dvöldust, en margar grískar og rómverskar goðsögur fjalla um þetta;
sjá t.d. söguna af Akkillesi og Deidamíu í Ov. Ars am. 1.663–705, Kallistó og Seifi
í Ov. Met. 2.433ff, Helíosi og Levkoþóu í Ov. Met. 4.217ff; handan við goðaheim-
inn má benda á Geldinginn eftir Terentius, þar sem karlmaðurinn dulbýr sig sem
gelding, sjá Ter. Eun. 549–614.
51 Sú Fílænis sem birtist hjá Martialis og Fals-Lúkíanosi átti síðar eftir að verða að
táknmynd tríböðunnar ásamt Saffó; sjá 10. aldar býzönsku fræðimennina Konst-
antínos Kefalas (Schol. ad Anth. Pal. 7.450; Schol. ad Anth. Pal. 7.345), Areþas
frá Kæsareu (Schol. ad [Luc.] Erotes 28), endurreisnarfræðimanninn Domizio
Calderini (Marcus Valerius Martialis: Domitii Calderini Veronensis commentarii, Fen-
eyjar, 1485, bls. 172 og jafnvel enska 16. aldar ljóðskáldið John Donne („Sappho
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON