Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 158
157
rannsóknum á því sem jafnan er talið andstæða þess fjötur um fót, hvort
sem um ræðir ákveðnar kvikmyndagreinar eða þann óljósa flokk mynda
sem kallaðar eru melódrömu. Altman heldur því fram að Bordwell,
Thompson og Steiger, sem hafa skilgreint hinn sígilda Hollywoodstíl út
frá línulegri, markmiðadrifinni frásögn Hollywoodmynda, geti ekki gert
grein fyrir „melódramatískari“ þáttum á borð við sjónarspil, laustengda
framvindu eða mikilvægi tilviljana í frásögninni nema sem undantekning-
um eða „leik“ innan þess röklega orsakasamhengis sem ríki í hefðbundn-
um frásögnum.11
Altman skrifar: „Óundirbyggðir atburðir, reglubundin myndflétta,
skýrar hliðstæður, sjónarspil sem dvalið er við – þetta er hið yfirdrifna
innan hins sígilda frásagnarforms sem dregur athygli að tilvist annars konar
rökvísi, annarrar raddar.“12 Altman, sem hefur einblínt á það sem virðist
„yfirdrifið“ sjónarspil og hliðstæður í verkum sínum um kvikmyndasöng-
leikinn, færir því sannfærandi rök fyrir því að við gætum þurft að skoða
ofgnóttina á kerfisbundinn hátt.13 Það hefur þó staðið á greiningu á kerfi
ofgnóttar í þeim kvikmyndagreinum þar sem það er mannslíkaminn sem
dvalið er við á ruddalegan hátt í sjónarspilinu sem brýtur upp frásögn
þeirra. Klám og hryllingsmyndir eru tvö slík kerfi ofgnóttar. Klám nýtur
minnstrar virðingar í menningunni, en ofbjóður (e. gross-out horror) er
næstlægstur í virðingarstiganum.
Melódrama nær hins vegar yfir mun breiðari flokk kvikmynda og
mun stærra kerfi ofgnóttar. Það væri raunar óvitlaust að flokka allar þrjár
kvikmyndagreinarnar undir yfirskrift melódramans í víðum skilningi, sem
kvikmyndaform sem einkennist af ofgnótt í stíl og/eða tilfinningum, and-
stætt þeim aðferðum sem teljast frekar „ráðandi“ og einkenna raunsæis-
legar, markmiðadrifnar frásagnir. Í þessum víðari skilningi orðsins getur
melódrama tekið til breiðara úrvals mynda sem einkennast af „raunsæis-
gloppum“, „ofgnótt“ sjónarspils og útrás óheflaðra, jafnvel barnslegra til-
finninga, auk þess sem söguþráður þeirra virðist endurtekningasamur og
fara um víðan völl. Melódramað hefur ekki síst vakið áhuga kvikmynda-
fræðinga síðustu fimmtán árin vegna þess skilnings að form þess sprengi
þau viðmið sem ráða innan kerfis flestra frásagnarkvikmynda. Ég mun hins
vegar einskorða mig við þrengri skilning á melódramanu og láta breiðari
11 Rick Altman, „Dickens, Griffith, and Film Theory Today“, South Atlantic Quarterly
88:1989, bls. 321–359, hér bls. 346.
12 Sama rit, bls. 345–6.
13 Sama rit, bls. 347.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T