Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 26
25
Í hvorugri heimildinni finnst staðfesting á því að bók Fílænisar hafi
innihaldið kafla um tríbadisma, en þó er það skýrt að sú þekking sem
bókin dreifði var talin geta haft siðspillandi áhrif á konur, jafnvel upp að
því marki að kynna fyrir þeim tríbadisma. Þetta gæti skýrt að miklu leyti
hið illa álit sem Fílænis naut, því tríbadismi hlaut hvarvetna harkalega, en
jafnframt æsilega, umfjöllun til forna. Þannig má sjá að kynlífshjálparbæk-
urnar þóttu lágmenningarlegar, hættulegar og siðspillandi jafnframt því
að vera æsandi og það var talið nauðsynlegt að stýra aðgangi að þeim; allt
þetta eru einkenni á því sem í dag kallast klám.
Samdrykkjan flekkuð
Tríbadismi var þó ekki eina illa liðna kynhegðunin sem Fílænis var talin
blása lesendum sínum í brjóst. Sagnfræðingurinn Tímæos (4. – 3. öld f.
Kr.) talaði um að Demókhares nokkur „hafi hórað sig út með efri parti
líkamans, og væri því ekki hæfur til að blása hinn heilaga loga; hann hafi
gengið lengra með hegðun sinni en sjálf rit Botrysar, Fílænisar og allra
hinna skammarlausu rithöfundanna.“52 Hér gefur Tímæos kynlífshjálp-
arbókarhöfundum nafn sem lýsir vel því áliti sem þeir nutu til forna. Þótt
varlega sé farið að því er skammarleysið í tilfelli Demókharesar líklega að
veita öðrum munnmök, sem taldist skammarlegt í fornöld.53
Þetta gæti skýrt orð heimspekingsins Klearkhosar frá Soloi (4.–3. öld
f. Kr.) um vonda partýsiði ungra samtímamanna hans: „Þeir gefa [öðrum
veislugestum] kossa sem hverjum manni með skynbragð frjálsborins ein-
staklings ætti að hrylla við […] slík hegðun er einmitt einkennandi fyrir þá
sem hafa sokkið djúpt ofan í rit Fílænisar“.54 Partýið sem um ræðir er grísk
samdrykkja (gr. symposion), svallveisla frjálsborinna karlmanna þar sem þeir
to Philaenis“, The Poems of John Donne, ritstj. H.J.C. Grierson, Oxford: Oxford
University Press, 1933, bls. 110.)
52 vitnað er í Tímæos í Polyb. 12.13.1–2.
53 Í feðraveldissamfélagi fornaldar sáu karlmenn fyrir sér munnmök á þann hátt
að karlmaðurinn sem (í okkar augum) þæði munnmökin væri í raun gerandinn
gagnvart (þ.e. væri að ríða) þeim sem veitti honum munnmökin. Ef sá var karl-
maður þá datt hann úr hinu eðlilega karllæga hlutverki gerandans og varð að
kvenlegum þiggjanda; þetta virðist vera dómurinn yfir Demókharesi. Munnmök
töldust skammarlegri að „þiggja“ en nokkuð annað kynlíf, og voru þau raunar svo
vafasöm að það var ekki endilega talið heilbrigt að vera gerandinn í þeim heldur.
Sjá umræðu Holts N. Parker í „The Teratogenic Grid“ og einnig H.D. Jocelyn,
„A Greek indecency and its Students“.
54 vitnað er í Klearkhos í Ath. 10.457d–e.
ÞRJú SKREF Í ÁTT Að TiLURð KLÁMSiNS