Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 106
105
1587 – innsk. HH], þar til þeir gömlu allir, prestar og leikmenn,
féllu frá, en úngir komu upp aptur í þeirra stað; og um þennan allan
áður greindan tíma varð mikil presta fæð, því enginn vildi vígjast,
því þeir sem að áttu foreldrana (á) lífi bönnuðu þeim það, en þeir
vígðust sem engan áttu að; varð þá einn prestur (að) hafa iij eður iiij
kirkjur, og urðu að vígja hvern sem þeir náðu, þegar hann var með
nokkru móti þar lærður til, að hann læsi; líka vel fengu þeir nefnd-
armennina, og vígðu þá [...].83
Mörg rök virðast þó hníga að því að flestir prestar landsins hafi haldið
áfram þjónustu þrátt fyrir að kirkjuskipan Kristjáns iii hafi verið staðfest af
nokkrum fulltrúum kirkjunnar á Þingvöllum, í Miðdal og á Oddeyri sum-
urin 1541, 1542 og 1551. Tæpast er ástæða til að ætla að siðaskiptin hafi
haft verulega mikil áhrif á starfsferil þeirra flestra. Þá er ástæða til að ætla
að margir prestanna hafi sökum trúarsannfæringar, af samviskuástæðum,
vegna takmarkaðrar menntunar, lítilla möguleika á að kynnast forsendum
hinna nýju kirkjusiða, fárra hjálpargagna eða af gömlum vana fremur tekið
sér stöðu hefðavarða en breytingaafla í söfnuðum sínum.84
Þau atriði sem hér hafa verið nefnd virðast öll fremur benda til stig-
skiptrar langtímaþróunar og samfellu en byltingar og rofs á siðaskiptatím-
anum hér á landi. Er það mat helsta skýring þess hve torvelt höfundi hefur
reynst að svara spurningunni um hvenær við urðum lúthersk. Líta má svo
á að helsta skýringin á þessari miklu samfellu sé einhæf og stöðug gerð
íslenska samfélagsins á 16. öld.
83 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 85. Sjá Jón Halldórsson, Biskupasögur, bls.
105. Oddur Eiríksson, „Annáll Odds Eiríkssonar á Fitjum eða Fitjaannáll 1400–
1712. Með ýmsum viðaukum séra Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal 1643–
1712“, Annálar 1400–1800/Annales islandici posteriorum sæculorum ii, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 1–411, hér bls. 48. Nefndarmenn
voru þeir sem tilnefndir voru til alþingisreiðar og úr hópi þeirra voru lögréttumenn
valdir til að taka þátt í dómum og löggjafarstarfi. Einar Laxness, Íslands saga i–r,
bls. 144. Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endur-
nýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1587, Már Jónsson tók saman, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2004, bls. 81–83.
84 Höfundur áformar að ljúka á næstunni rannsókn á þróun prestastéttarinnar á siða-
skiptatímanum sem varpar skýrara ljósi á þetta atriði.
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?