Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 181
180
unar, án ytri marka eða ótvíræðra, stöðugra útlína, gleitt og flæðandi. Það
er informe Georges Bataille: „hugtak sem þjónar niðurrifi. [...] Það sem
það táknar hefur engan rétt í neinum skilningi og lætur alls staðar troða á
sér, eins og könguló eða ánamaðkur.“3 Ó-slétta efnisins. Hrá afbrigði hlut-
anna. Erfitt, líka þungt, líka jafnvel næstum ómögulegt. Bæði ofbeldi og
frelsi, ástalíf og erfiði. Óheflað, óverkað, stíllaust, frumstætt og í óreiðu,
það sem er grófgert og neðanjarðar, hið háruga, hið ljóta. Öll truflun, allir
útúrdúrar, rof, málalengingar: meðvitaður grófleiki er form sem byggir
vægðarlaust á ódýrum grófleika kláms; slær eign sinni á hann, hagnýtir
hann og útfærir sem fagurfræði.
Í þessum kafla er gróft kynlíf rannsakað sem útgangspunktur frá-
sagnarinnar og yfirhugtak um kvikmyndaðar athafnir í hinni umdeildu
klámmynd Innbrot (e. Forced Entry) sem framleiðslufyrirtækið Extreme
Associates sendi frá sér árið 2002.4 Extreme Associates, sem rekið er af
hjónunum Rob Black (upphaflega Robert Zicari) og Lizzy Borden (upp-
haflega Janet Romano), er þekkt fyrir að brjóta kerfisbundið gegn hinum
alræmda Cambria-lista, reglunum sem stærstur hluti meginstraums
bandaríska klámiðnaðarins hefur samþykkt að fylgja.5 Meðal hinna yfir-
3 Georges Bataille, „Formless“, Visions of Excess: Selected Writings, 1927–1939, ritstj.
Allan Stoekl, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1985, bls. 31. Sjá einnig
Yve-Alain Bois og Rosalind Krauss, Formless: A User’s Guide, Cambridge, MA: MiT
Press, 1997, þar sem þau kanna informe-hugtak Bataille í samhengi við aðferðir í
samtímalist. Höfundarnir fylgja fordæmi Bataille og skoða hið formlausa hvorki
sem form né innihald heldur sem aðgerð.
4 Þegar skrifað er um klám skiptir máli hvernig maður kýs að haga orðum sínum en
það er vandasamt: orðfærið verður grandskoðað og umdeilt og á alltaf á hættu að
verða of læknisfræðilegt eða of kynferðislegt, of hátíðlegt eða of kæruleysislegt; í
þessu tilviki eiga orð mín það einnig á hættu að renna saman við orðræðu ofbeld-
isins í textanum. Ég hef þess vegna valið að vera yfirleitt eins líffærafræðileg og
hægt er í lýsingum á líkamanum, í von um að köld nákvæmni gefi til kynna þann
fjölda annarra hugtaka sem væru möguleg. Í beinum tilvitnunum í kvikmyndina
birtist annars konar málheimur. Á þessu er ein mikilvæg undantekning: fuck er alveg
sérstakt orð, skylt orðum sem merkja það að slá, og áhrif þess svo mikil og öflug að
það kemur ekkert annað til greina.
5 Innbrot brýtur að minnsta kosti þessar reglur Cambria-listans: „Engin myndskeið
af því sem virðist vera sársauki eða niðurlæging; engin sáðlát í andlit; enginn hráki
eða munnvatn sem berst frá munni til munns; ekkert þvaglát nema í náttúrulegum
kringumstæðum; ekkert þvingað kynlíf, nauðganir; engar niðurlægjandi samræður.“
Listinn í heild sinni er aðgengilegur á vefsíðu Frontline-þáttarins „American Porn“
frá PBS 2002, http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/shows/porn/. Sótt 19.
mars 2014.
EuGEniE BRinKEMA